Akureyrarveikin og Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 12:03 Með málþinginu er annars vegar fjallað um sögulegan viðburð, en hins vegar er verið að efla Akureyri og Sjúkrahúsið til að verða vettvangur fyrir viðburði á sviði heilbrigðismála. Málþingið er ætlað almenningi og fer fram á Amtsbókasafninu. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar. Aðsend Það stendur mikið til á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag því þar á að fjalla um “Akureyrarveikina” á málþingi en nú eru 75 ár síðan að “Akureyrarveikin” geisaði hér á landi. Sérfræðingar lýsa veikinni svipað og Covid–19. Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins
Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira