Akureyrarveikin og Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 12:03 Með málþinginu er annars vegar fjallað um sögulegan viðburð, en hins vegar er verið að efla Akureyri og Sjúkrahúsið til að verða vettvangur fyrir viðburði á sviði heilbrigðismála. Málþingið er ætlað almenningi og fer fram á Amtsbókasafninu. Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar. Aðsend Það stendur mikið til á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag því þar á að fjalla um “Akureyrarveikina” á málþingi en nú eru 75 ár síðan að “Akureyrarveikin” geisaði hér á landi. Sérfræðingar lýsa veikinni svipað og Covid–19. Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Enn er fólk á lífi sem veiktist af Akureyrarveikinni og sumir þeirra áttu við langtímaeftirköst að stríða. Það er Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri, sem standa að málþinginu í dag, sem hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 og er ætlað öllum áhugasömum. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri er fróður um Akureyrarveikina. „Þessi veiki var náttúrulega í rauninni mjög mögnuð og hafði áhrif á marga en hefur á vissan þátt legið í ákveðnu þagnargildi. Svo hafa fræðimenn verið að skoða það núna og komist að því að það er margt líkt með eftirköstum Covid og eftirköstum Akureyrarveikinnar. Það gerir það enn þá áhugaverðara,“ segir Hólmkell og bætir við. „Þetta var veirusýking, sem gekk hér og olli lömun og síþreytu. Þetta voru ýmis eftirköst, sem fólk fékk eftir þetta.“ Hólmkell segir að mjög margir séu enn að berjast við eftirköst af Akureyrarveikinni frá því að hún kom fyrst upp 1948. Skólum var lokað, samkomuhald var stoppað og bærinn settur í hálfgerða einangrun. En Akureyrarveikin var ekki bara á Akureyri. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður hjá Amtsbókasafnið á Akureyri, sem er fróður um Akureyrarveikina og mjög spenntur fyrir málþingi dagsins.Aðsend „Það tókst í rauninni að einangra veikina býsna vel en hún stakk sér samt niður að mig minnir á Sauðárkróki, Ísafirði, Patreksfirði en náði aldrei verulegri útbreiðslu,“ segir Hólmkell. Meðal frummælenda á málþingi dagsins er Friðrik Sigurðsson, læknir, Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og Alma Möller Landlæknir, sem flytur ávarp. Og þú ert spenntur fyrir deginum? “Já, ég er mjög spenntur og ég held að þetta verða bara mjög áhugavert og skemmtilegt. Svo verður þessu líka streymt því það verður hægt að sjá tengil á heimasíðu Amtsbókasafnsins, Akureyrarbæjar og Facebook síðu safnsins og víðar. Þannig að þó að þú komist ekki Magnús þá getur þú fylgst með,“ segir Hólmkell að lokum. Hér má sjá dagskrá málþingsins
Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira