Fjórar hitaveitur metnar ágengar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. maí 2023 21:01 Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR. Vísir/Bjarni Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. Fjórar hitaveitur eru metnar ágengar samkvæmt skýrslu sem Íslenskar orkurannsóknir gerðu fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Þýðir það að forði vatnsmagns á jarðhitasvæðunum sé að minnka eða að verið sé að draga inn seltu. Eru þetta Hitaveita Hafnar, Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar, Hitaveita Varmahlíðar og Hitaveita Skorradals. Eiga þær allar það sameiginlegt að vera frekar smáar eða millistórar hitaveitur fyrir utan hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Erfiðara fyrir minni veitur Í kuldakastinu í vetur var fjallað um heitavatnsskort á fjölmörgum stöðum um land allt og þurfti meðal annars að loka sundlaugum bæði í Skagafirði og Reykjavík. Klippa: Fjórar hitaveitur metnar ágengar Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, kom að gerð skýrslunnar segir hún að Reykjavík sé betur sett en aðrir staðir þar sem orkuveitan þar hafi bolmagn í að bæta stöðu sína. Þó getur það tekið langan tíma að vinna allt upp þar sem hún sé eftir á. „Fyrir ýmsa aðra staði, sérstaklega millistórar veitur, er staðan erfiðari og reksturinn þyngri. Þær hafa minni sveigjanleika og minni getu til að bregðast við,“ segir Auður. Auka þekkingu Að hennar sögn er þekkingin ákveðinn lykill í að auka möguleika á stækkun víðs vegar um landið. „Við þurfum að auka þekkingu okkar á þeim svæðum sem er verið að nýta. Við höfum séð það í gegnum tíðina að með því að auka við þekkingu höfum við geta stigið skref að meiri nýtingu,“ segir Auður. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. „Þegar stjórnvöld hafa stigið inn og stutt við hitaveitur, þá hefur það skilað okkur árangri. Við teljum að núna sé tími fyrir stjórnvöld að stíga inn og styðja við hitaveiturnar. Við þurfum líka að fara betur með það vatn sem við nú þegar notum og þar eru fullt af möguleikum sem hægt er að útfæra á ýmsan hátt,“ segir Auður. Ertu bjartsýn? „Ég er það. Ég held að ráðherra hafi skilning á málinu.“ Orkuskipti Orkumál Jarðhiti Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Fjórar hitaveitur eru metnar ágengar samkvæmt skýrslu sem Íslenskar orkurannsóknir gerðu fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Þýðir það að forði vatnsmagns á jarðhitasvæðunum sé að minnka eða að verið sé að draga inn seltu. Eru þetta Hitaveita Hafnar, Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar, Hitaveita Varmahlíðar og Hitaveita Skorradals. Eiga þær allar það sameiginlegt að vera frekar smáar eða millistórar hitaveitur fyrir utan hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Erfiðara fyrir minni veitur Í kuldakastinu í vetur var fjallað um heitavatnsskort á fjölmörgum stöðum um land allt og þurfti meðal annars að loka sundlaugum bæði í Skagafirði og Reykjavík. Klippa: Fjórar hitaveitur metnar ágengar Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, kom að gerð skýrslunnar segir hún að Reykjavík sé betur sett en aðrir staðir þar sem orkuveitan þar hafi bolmagn í að bæta stöðu sína. Þó getur það tekið langan tíma að vinna allt upp þar sem hún sé eftir á. „Fyrir ýmsa aðra staði, sérstaklega millistórar veitur, er staðan erfiðari og reksturinn þyngri. Þær hafa minni sveigjanleika og minni getu til að bregðast við,“ segir Auður. Auka þekkingu Að hennar sögn er þekkingin ákveðinn lykill í að auka möguleika á stækkun víðs vegar um landið. „Við þurfum að auka þekkingu okkar á þeim svæðum sem er verið að nýta. Við höfum séð það í gegnum tíðina að með því að auka við þekkingu höfum við geta stigið skref að meiri nýtingu,“ segir Auður. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. „Þegar stjórnvöld hafa stigið inn og stutt við hitaveitur, þá hefur það skilað okkur árangri. Við teljum að núna sé tími fyrir stjórnvöld að stíga inn og styðja við hitaveiturnar. Við þurfum líka að fara betur með það vatn sem við nú þegar notum og þar eru fullt af möguleikum sem hægt er að útfæra á ýmsan hátt,“ segir Auður. Ertu bjartsýn? „Ég er það. Ég held að ráðherra hafi skilning á málinu.“
Orkuskipti Orkumál Jarðhiti Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu