Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að þetta veðurlag muni líklega standa fram yfir helgi.
Reikna má með suðustlægri átt, þremur til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán syðst.
„Rigning með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu, en skýjað og þurrt fyrir norðan. Styttir upp sunnanlands í kvöld.
Hiti 7 til 14 stig að deginum.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Austlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil væta með köflum, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 14 stig.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Austlægar áttir og dálítil væta með köflum, en lengst af þurrt á Norðurlandi. Áfram milt veður.
Á miðvikudag: Hæg breytileg átt og þurrt víðast hvar. Heldur svalara.
Á fimmtudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með dálítilli vætu sunnan- og vestantil, annars úrkomulítið. Hiti 6 til 12 stig.