Telur ungmenni nota ensku til að draga upp ákveðna mynd af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2023 12:56 Helga segir að drengirnir hafi notað þau ensku orð sem tengjast leiknum þeirra beint. Í tilviki 15 ára drengjanna var um að ræða Grand Theft Auto. Getty/Cate Gillon Rannsóknardósent hjá Árnastofnun segir notkun ensku í unglingamáli ekki einskorðast við Ísland heldur sé hún snar þáttur í unglingamáli- og menningu víða um heim. Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Málþingið Enska í íslensku samfélagi fer fram í Þjóðminjasafninu í dag. Á meðal framsögumanna er Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun en hún mun segja frá rannsókn sem hún gerði á orðræðu annars vegar 15 ára drengja í tölvuleiknum Grand Theft Auto og hins vegar orðræðu 25 ára kvenna í hlaðvarpsþætti. „Strákarnir eru svolítið að tína orð úr leiknum því leikurinn sem þeir eru í er allur á ensku þannig að orðaforðinn snýst mikið um þennan leik. Þeir eru til dæmis að velja föt á kallinn sinn í leiknum þá tala þeir um að kaupa sér „turtleneck" í staðinn fyrir að tala um að kaupa rúllukragabol,“ útskýrir Helga. Algengt var að ungu konurnar í hlaðvarpsþættinum notuðu ensku til að lýsa tilfinningum eða hughrifum. „Þær eru að nota orð eins og "creepy" "crazy" og "gorgeous" og þessi orð bera þær oft fram með amerískum hreim og þessi orð eru kannski notuð meira til þess að sýna einhvers konar viðhorf eða tilfinningar frekar en að vísa í einhver fyrirbæri eða hugmyndir.“ Þá var einnig mikið um hnyttin tilsvör á ensku. „Eins og „haven't we all“, „say no more“ og „those men.“ Þetta eru stöðluð tilsvör sem maður heyrir oft í sjónvarpsþáttum og efni á ensku.“ Helga segir að ungu konurnar noti ensku til að gefa ákveðna mynd af sér; þær séu heimsborgarar og með á nótunum í alþjóðlegum dægurheimi. „Notkun ensku er snar þáttur í unglingamáli víða um lönd, ekki bara íslensku. Þetta er náttúrulega hluti af ákveðinni menningu og ákveðnu tímabili í lífinu. Þá talar fólk það sem hefur verið kallað unglingamál og það einkennist meðal annars af mikilli notkun ensku og notkun á orðræðuögnum á borð við „hérna“ og „þúst“. Helga telur að notkun enskunnar geti líka verið ákveðið stílbragð. „Þannig að þetta er ekki þannig að þau séu einhvers konar fórnarlömb í þessu, heldur er þetta þeirra val að nota ensku orðin þegar þau eru að tala. Þau eru að reyna að sýna ákveðna mynd af sér með því að velja að nota enskuna.“ segir Helga.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu. 14. nóvember 2022 09:57
Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent