Gifting Bam Margera á Íslandi var ekki gild Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 00:00 Brúðkaupskossinn í Hafnarhúsinu eftir að Margera og Boyd strengdu heitin Youtube Lögmenn Bam Margera halda því fram að gifting hans og Nicole Boyd á Íslandi hafi ekki verið lögleg. Pappírum hafi aldrei verið skilað inn. Boyd, meint eiginkona Margera, ákvað að skilja við hann í febrúar síðastliðnum. Ástæðurnar sem hún nefndi voru einkum vímuefnavandi Jackass stjörnunnar fyrrverandi. Síðan þá hefur hún haldið því fram að Margera hafi ekki greitt neitt með barni þeirra. Margera og Boyd giftust eins og frægt er hér á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hafnarhúsinu snemma í október árið 2013 en þar steig Margera á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable í styrktartónleikum fyrir hljólabrettagarði í Reykjavík. Margera var á þessum árum mikill Íslandsvinur. Presturinn sem gaf þau saman var finnski tónlistarmaðurinn Andy McCoy. Greint var frá því að McCoy hafði talið að athöfnin væri degi seinna og svaf hann yfir sig um klukkutíma. Pappírum ekki skilað inn Margera á í útistöðum við Boyd um umgengnisrétt yfir barni þeirra. Nú hefur lögmæti giftingarinnar dregist inn í deiluna en lögmenn Margera halda því fram að jafn vel þó að parið hafi strengt heitin hafi löglegum pappírum aldrei verið skilað á réttan stað. Lögmenn Boyd hafa brugðist við þessu og segja að þó að pappírunum hafi aldrei verið skilað inn hafi parið lifað saman sem hjón og hún verið í góðri trú um að þau væru gift. Margera hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og yfirleitt ekki fyrir neitt jákvætt. Nú seinast í apríl var greint frá því að hann væri á flótta í fjóra daga undan lögreglunni vegna líkamsárásar gegn fjölskyldumeðlimum. Hann gaf sig loks fram en má ekki eiga í neinum samskiptum við bróður sinn eða föður. Brúðkaup Dómsmál Bandaríkin Íslandsvinir Tengdar fréttir Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Boyd, meint eiginkona Margera, ákvað að skilja við hann í febrúar síðastliðnum. Ástæðurnar sem hún nefndi voru einkum vímuefnavandi Jackass stjörnunnar fyrrverandi. Síðan þá hefur hún haldið því fram að Margera hafi ekki greitt neitt með barni þeirra. Margera og Boyd giftust eins og frægt er hér á Íslandi. Athöfnin fór fram í Hafnarhúsinu snemma í október árið 2013 en þar steig Margera á svið með hljómsveit sinni FuckFack Unstoppable í styrktartónleikum fyrir hljólabrettagarði í Reykjavík. Margera var á þessum árum mikill Íslandsvinur. Presturinn sem gaf þau saman var finnski tónlistarmaðurinn Andy McCoy. Greint var frá því að McCoy hafði talið að athöfnin væri degi seinna og svaf hann yfir sig um klukkutíma. Pappírum ekki skilað inn Margera á í útistöðum við Boyd um umgengnisrétt yfir barni þeirra. Nú hefur lögmæti giftingarinnar dregist inn í deiluna en lögmenn Margera halda því fram að jafn vel þó að parið hafi strengt heitin hafi löglegum pappírum aldrei verið skilað á réttan stað. Lögmenn Boyd hafa brugðist við þessu og segja að þó að pappírunum hafi aldrei verið skilað inn hafi parið lifað saman sem hjón og hún verið í góðri trú um að þau væru gift. Margera hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár og yfirleitt ekki fyrir neitt jákvætt. Nú seinast í apríl var greint frá því að hann væri á flótta í fjóra daga undan lögreglunni vegna líkamsárásar gegn fjölskyldumeðlimum. Hann gaf sig loks fram en má ekki eiga í neinum samskiptum við bróður sinn eða föður.
Brúðkaup Dómsmál Bandaríkin Íslandsvinir Tengdar fréttir Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23 Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Bam Margera gaf sig fram Jackass-stjarnan Bam Margera gaf sig fram við lögreglu í Pennsylvaníu í morgun eftir að hafa verið eftirlýstur í fjóra daga fyrir að kýla bróður sinn. Margera var látinn laus úr varðhaldi gegn 50 þúsund dala tryggingu en má ekki eiga í samskiptum við föður sinn og bróður eða koma nálægt heimili sínu 27. apríl 2023 21:23
Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. 24. apríl 2023 21:22
Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16
Brúðkaupsnótt Bam Margera á Íslandi 34 ára Jackass-stjarnan giftist unnustu sinni, Nicole Boyd, á laugardaginn í Hafnarhúsinu 8. október 2013 10:54