Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn Árni Gísli Magnússon skrifar 3. maí 2023 21:20 Elfar Árni skoraði sigurmarkið KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum. „Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu. Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
„Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira