„Ég er jafnoki Pep, Klopp og Arteta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 07:00 Sam Allardyce er orðinn knattspyrnustjóri Leeds. lufc.co.uk Sam Allardyce, nýráðinn þjálfari Leeds í ensku úrvalsdeildinni, segist hafa tekið sér tvær mínútur til að hugsa um tilboð Leeds að gerast þjálfari liðsins. Hann segir áskorunina að halda liðinu uppi þá stærstu á ferlinum. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sam Allardyce var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Leeds. Verkefni hans er að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni en liðið er með 30 stig, jafn mörg og Nottingham Forest og einu stigi meira en Everton en bæði þau lið sitja í fallsæti. Allardyce er þriðji stjóri Leeds á tímabilinu og hann var mættur á sinn fyrsta blaðamannafund í dag. Þar var hann ekkert að skafa af hlutunum. „Ég er 68 ára og mögulega lít ég út fyrir að vera gamalla en það er enginn framar mér í fótboltafræðunum. Ekki Pep, ekki Klopp, ekki Arteta. Ég er með þetta allt. Þeir gera það sem þeir gera og ég geri það sem ég geri,“ sagði kokhraustur Allardyce. "Not Pep, not Klopp, not Arteta..." Sam Allardyce says there is no manager ahead of him in terms of football knowledge and experience.pic.twitter.com/hQoGJ4u20H— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 3, 2023 „Hvað þekkinguna varðar, þá er ég ekki að segja að ég sé betri en þeir en ég er svo sannarlega jafn góður.“ Allardyce greindi einnig frá því að fólk hefði sagt við hann að hann væri brjálaður að taka að sér þetta starf. „Þetta var óvænt því það er langt liðið á tímabilið og mörgum þjálfurum hefur verið skipt út, flestum í sögu úrvalsdeildarinnar. Ég hélt að þetta væri búið þetta tímabilið. Ég hugsaði mig um í tvær mínútur áður en ég sagði já, ég varð að vera snöggur svo ég gæti verið kominn sæmilega tímanlega fyrir leikinn gegn City,“ sagði Allardyce en Leeds mætir Englandsmeisturum Manchester City á laugardaginn. Stærsta áskorunin á ferlinum Allardyce segir að áskorunin sem hann stendur frammi fyrir sé sú stærsta á ferlinum. „Þetta er líklega ein sú stærsta því það eru svo fáir leikir eftir. Að reyna að bjarga liðinu er mikil ábyrgð en ég vill takast á við þetta vegna þess hvaða félag Leeds er.“ Samkvæmt fréttum frá Englandi fær Allardyce 500 þúsund pund fyrir leikina fjóra sem hann verður við stjórnvölinn og 2,5 milljónir punda í bónus takist honum að halda Leeds uppi. Hann veit ekki hvort hann verður áfram á Elland Road að tímabilinu loknu. „Aldrei að segja aldrei. Það fer eftir því hvað gerist í þessum síðustu fjórum leikjum og hvernig stamalið verður. Einnig hvernig mér líður og það sem er enn mikilvægara, hvernig konunni minni líður.“ When your phone alarm goes off during Sam Allardyce's first press conference as Leeds United manager #BBCFootball pic.twitter.com/DN6BrCznqY— BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2023 Allardyce hafði vonast eftir því að hinn hundtryggi aðstoðarmaður hans Sammy Lee, gæti verið við hlið hans hjá Leeds en svo verður ekki. Lee hefur verið Allardyce til aðstoðar hjá fjölmörgum félögum en hann fékk ekki leyfi til að sleppa kviðdómsskyldu. „Dómarinn hefur skilið Sammy eftir vinnulausan og vildi ekki hleypa honum burt. Mér finnst þetta slæm dómgreind, þetta er synd því honum finnst gaman að vinna með mér og ég elska að hafa hann með mér.“ Leeds hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og markatalan í síðustu fjórum leikjum er 19-4 andstæðingunum í vil.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira