Neistar á milli Timothée Chalamet og Zendaya í fyrstu stiklunni úr Dune: Part Two Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 16:55 Timothée Chalamet og Zendaya leika persónur í Dune: Part 2 sem feta þurfa slóða ástarinnar annars vegar og baráttu við hið illa hins vegar. Warner Bros. Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið út fyrstu stikluna úr væntanlegri kvikmynd sinni Dune: Part 2. Beðið hefur verið eftir stiklunni með mikilli eftirvæntingu og horfa má á hana neðst í fréttinni. Myndin er framhald Dune kvikmyndarinnar frá 2021 og mæta þau Timothée Chalamet og Zendaya aftur til leiks í hlutverkum sínum sem Paul Atreides og Chani. Hin síðarnefnda verður þó í töluvert stærra hlutverki að þessu sinni. Myndin byggir á heimsfrægri vísindaskáldsögu Frank Herbert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sandplánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul Atreides er í aðalhlutverki. Í Dune: Part II þarf Atreides að taka á hinum stóra sínum ásamt frumbyggjunum sem kenndir eru við Fremen í baráttunni gegn hinni illu Harkonnen fjölskyldu. Neistar kvikna fljótlega á milli Atreides og Chani eins og sést berlega í stiklunni. „Í fyrstu myndinni var Paul Atreides nemandi en við sjáum hann verða að leiðtoga núna,“ hefur bandaríski miðillinn Variety eftir aðalleikaranum Timothée Chalamet. Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros. Nýjar stjörnur mæta til leiks Meðal nýliða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlutverk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skarsgard og var allt í öllu í síðustu mynd. Þá mætir breska leikkonan Florence Pugh jafnframt til leiks í myndinni sem Irulen prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikilvægur hluti af Dune sögunni. Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndin er framhald Dune kvikmyndarinnar frá 2021 og mæta þau Timothée Chalamet og Zendaya aftur til leiks í hlutverkum sínum sem Paul Atreides og Chani. Hin síðarnefnda verður þó í töluvert stærra hlutverki að þessu sinni. Myndin byggir á heimsfrægri vísindaskáldsögu Frank Herbert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sandplánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul Atreides er í aðalhlutverki. Í Dune: Part II þarf Atreides að taka á hinum stóra sínum ásamt frumbyggjunum sem kenndir eru við Fremen í baráttunni gegn hinni illu Harkonnen fjölskyldu. Neistar kvikna fljótlega á milli Atreides og Chani eins og sést berlega í stiklunni. „Í fyrstu myndinni var Paul Atreides nemandi en við sjáum hann verða að leiðtoga núna,“ hefur bandaríski miðillinn Variety eftir aðalleikaranum Timothée Chalamet. Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros. Nýjar stjörnur mæta til leiks Meðal nýliða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlutverk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skarsgard og var allt í öllu í síðustu mynd. Þá mætir breska leikkonan Florence Pugh jafnframt til leiks í myndinni sem Irulen prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikilvægur hluti af Dune sögunni. Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira