Neistar á milli Timothée Chalamet og Zendaya í fyrstu stiklunni úr Dune: Part Two Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 16:55 Timothée Chalamet og Zendaya leika persónur í Dune: Part 2 sem feta þurfa slóða ástarinnar annars vegar og baráttu við hið illa hins vegar. Warner Bros. Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið út fyrstu stikluna úr væntanlegri kvikmynd sinni Dune: Part 2. Beðið hefur verið eftir stiklunni með mikilli eftirvæntingu og horfa má á hana neðst í fréttinni. Myndin er framhald Dune kvikmyndarinnar frá 2021 og mæta þau Timothée Chalamet og Zendaya aftur til leiks í hlutverkum sínum sem Paul Atreides og Chani. Hin síðarnefnda verður þó í töluvert stærra hlutverki að þessu sinni. Myndin byggir á heimsfrægri vísindaskáldsögu Frank Herbert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sandplánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul Atreides er í aðalhlutverki. Í Dune: Part II þarf Atreides að taka á hinum stóra sínum ásamt frumbyggjunum sem kenndir eru við Fremen í baráttunni gegn hinni illu Harkonnen fjölskyldu. Neistar kvikna fljótlega á milli Atreides og Chani eins og sést berlega í stiklunni. „Í fyrstu myndinni var Paul Atreides nemandi en við sjáum hann verða að leiðtoga núna,“ hefur bandaríski miðillinn Variety eftir aðalleikaranum Timothée Chalamet. Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros. Nýjar stjörnur mæta til leiks Meðal nýliða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlutverk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skarsgard og var allt í öllu í síðustu mynd. Þá mætir breska leikkonan Florence Pugh jafnframt til leiks í myndinni sem Irulen prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikilvægur hluti af Dune sögunni. Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember. Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Myndin er framhald Dune kvikmyndarinnar frá 2021 og mæta þau Timothée Chalamet og Zendaya aftur til leiks í hlutverkum sínum sem Paul Atreides og Chani. Hin síðarnefnda verður þó í töluvert stærra hlutverki að þessu sinni. Myndin byggir á heimsfrægri vísindaskáldsögu Frank Herbert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sandplánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul Atreides er í aðalhlutverki. Í Dune: Part II þarf Atreides að taka á hinum stóra sínum ásamt frumbyggjunum sem kenndir eru við Fremen í baráttunni gegn hinni illu Harkonnen fjölskyldu. Neistar kvikna fljótlega á milli Atreides og Chani eins og sést berlega í stiklunni. „Í fyrstu myndinni var Paul Atreides nemandi en við sjáum hann verða að leiðtoga núna,“ hefur bandaríski miðillinn Variety eftir aðalleikaranum Timothée Chalamet. Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros. Nýjar stjörnur mæta til leiks Meðal nýliða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlutverk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skarsgard og var allt í öllu í síðustu mynd. Þá mætir breska leikkonan Florence Pugh jafnframt til leiks í myndinni sem Irulen prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikilvægur hluti af Dune sögunni. Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira