Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 16:05 Á neðra plani Gullfoss er símasamband svo slæmt að nýlegt dæmi er um að það hafi rofnað í símtali við neyðarlínuna. Vísir/Vilhelm Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. Eins og greint var frá á Vísi á mánudag er farsímasamband á neðra plani Gullfoss mjög slitrótt. Leiðsögumaðurinn Halldór Jón Jóhannesson lenti í því 26. Apríl síðastliðinn þegar tónlistarmaðurinn, vinur hans og kollegi Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss að símtal hans við neyðarlínuna rofnaði. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, annar neyðarvörður svaraði, fletta þurfti málinu upp sem skapaði tilheyrandi tafir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt þetta slæma símasamband, sérstaklega í ljósi þess hve margir heimsækja fossinn á hverjum degi. Leiðsögumenn telja að á góðum sumardegi heimsæki um fimmtán til tuttugu þúsund Gullfoss og Geysi. „Slíkt er einfaldlega ekki í boði nú árið 2023. Þegar slys eða óhöpp ríða yfir geta mínútur skipt máli. Mínútur sem geta skipt sköpum er varðar líf eða dauða einstaklinga sem í því lenda,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, en hann vakti máls á gölluðum fjarskiptum á landsbyggðinni á Alþingi fyrr í dag. Vill 5G að færeyskri fyrirmynd Hann segir málið einnig geta skipt viðbragðsaðila á vettvangi miklu máli. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, vill að skoðað verði að byggja upp 5G kerfi að færeyskri fyrirmynd. Vísir/Vilhelm „Að geta verið í sambandi við sitt bakland er kemur að því að kalla til fleiri bjargir og skipuleggja aðgerðir, sem oft geta verið stórar og flóknar og kalla oft á mikla samhæfingu mismunandi viðbragðsaðila,“ segir Stefán. Því liggi á núna, þegar búist er við mikilli fjölgun ferðamanna, að aukinn kraftur sé settur í uppbyggingu fjarskiptanets á þessum stöðum og leggur áherslu á uppbyggingu svokallaðs 5G kerfis að færeyskri fyrirmynd. „Gengur það út á að öll fjarskipti viðbragðsaðila fari fram í gegn um 5G kerfið í síma viðkomandi aðila,“ segir Stefán. „Hér erum viðað byggja tvöfalt kerfi. Hefðbundið farsímakerfi og Tetra-fjarskiptaneyðarkerfi, sem neyðaraðilar nota með tvöföldum kostnaði. Það er mín skoðun að við eigum að hefja vinnu við að skoða færeyska módelið og skoða kosti þess að byggja upp eitt kerfi.“ Þannig mætti ná til stærra svæðis og minnka kostnað. „[Það mætti] nota þá fjármuni sem nota á til uppbyggingu tveggja kerfa í eitt. Með þeirri leið væri hægt að fjölga gríðarlega sendum, sem myndi nýtast bæði fyrir neyðaraðila og almenning.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Fjarskipti Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eins og greint var frá á Vísi á mánudag er farsímasamband á neðra plani Gullfoss mjög slitrótt. Leiðsögumaðurinn Halldór Jón Jóhannesson lenti í því 26. Apríl síðastliðinn þegar tónlistarmaðurinn, vinur hans og kollegi Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss að símtal hans við neyðarlínuna rofnaði. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, annar neyðarvörður svaraði, fletta þurfti málinu upp sem skapaði tilheyrandi tafir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gagnrýnt þetta slæma símasamband, sérstaklega í ljósi þess hve margir heimsækja fossinn á hverjum degi. Leiðsögumenn telja að á góðum sumardegi heimsæki um fimmtán til tuttugu þúsund Gullfoss og Geysi. „Slíkt er einfaldlega ekki í boði nú árið 2023. Þegar slys eða óhöpp ríða yfir geta mínútur skipt máli. Mínútur sem geta skipt sköpum er varðar líf eða dauða einstaklinga sem í því lenda,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, en hann vakti máls á gölluðum fjarskiptum á landsbyggðinni á Alþingi fyrr í dag. Vill 5G að færeyskri fyrirmynd Hann segir málið einnig geta skipt viðbragðsaðila á vettvangi miklu máli. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, vill að skoðað verði að byggja upp 5G kerfi að færeyskri fyrirmynd. Vísir/Vilhelm „Að geta verið í sambandi við sitt bakland er kemur að því að kalla til fleiri bjargir og skipuleggja aðgerðir, sem oft geta verið stórar og flóknar og kalla oft á mikla samhæfingu mismunandi viðbragðsaðila,“ segir Stefán. Því liggi á núna, þegar búist er við mikilli fjölgun ferðamanna, að aukinn kraftur sé settur í uppbyggingu fjarskiptanets á þessum stöðum og leggur áherslu á uppbyggingu svokallaðs 5G kerfis að færeyskri fyrirmynd. „Gengur það út á að öll fjarskipti viðbragðsaðila fari fram í gegn um 5G kerfið í síma viðkomandi aðila,“ segir Stefán. „Hér erum viðað byggja tvöfalt kerfi. Hefðbundið farsímakerfi og Tetra-fjarskiptaneyðarkerfi, sem neyðaraðilar nota með tvöföldum kostnaði. Það er mín skoðun að við eigum að hefja vinnu við að skoða færeyska módelið og skoða kosti þess að byggja upp eitt kerfi.“ Þannig mætti ná til stærra svæðis og minnka kostnað. „[Það mætti] nota þá fjármuni sem nota á til uppbyggingu tveggja kerfa í eitt. Með þeirri leið væri hægt að fjölga gríðarlega sendum, sem myndi nýtast bæði fyrir neyðaraðila og almenning.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fjarskipti Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. 2. maí 2023 18:29
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00