Mörg dæmi um að fólk sinni öðru samhliða þingmennsku Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2023 14:15 Brynjar segist taka eftir því að fjölmiðlar fari hamförum yfir því að þingmaðurinn „Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum.“ Honum finnst það ekkert tiltökumál og mörg dæmi finnist um að þingmenn séu að stússa í öðru samhliða þingmennsku. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, rís upp til varnar vini sínum og félaga Ásmundi Friðrikssyni þingmanni sem hefur verið sakaður um að vera á fullum launum sem þingmaður við að stofna ferðaþjónustufyrirtæki. „Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“ Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
„Ég sé að fjölmiðlar fara hamförum yfir því að þingmaðurinn Ási Friðriks stofni fyrirtæki og ætli að vera leiðsögumaður í frítíma sínum. Skyldi það vera vegna þess að hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins?“ spyr Brynjar í forundran á Facebook-síðu sinni. Ýmsir hafa fett fingur út í það að Ásmundur hafi fengist við að stofnsetja ferðaþjónustufyrirtæki samhliða þingmennsku sinni. Á það hefur verið bent að þingmennska eigi að heita fullt starf og er greitt fyrir hana samkvæmt því. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er meðal þeirra sem vakti sérstaka athygli á þessu og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Brynjari þykir þetta hins vegar ekkert tiltökumál og segist háðskur bíða eftir því að Atli Fanndal, „hinn geðfelldi framkvæmdastjóri Transparency á Íslandi“ finni stórkostlega spillingu í þessu. Brynjar segir hér ekkert óeðlilegt á ferðinni. „Á minni þingmannstíð var ekki óalgengt að þingmenn væru í fullu námi samhliða þingmennsku. Sumir stunduðu bústörf, sem vildi svo til að voru duglegustu þingmennirnir. Síðan voru þingmenn sem aldrei höfðu verið, svo nokkru nemi, á vinnumarkaði áður en þeir fóru á þing.“ Brynjar segir slíka auðvitað ekki vinna meðfram þingmennsku enda kunni þeir það örugglega ekki. „Þeir gera auðvitað ekkert gagn í þingstörfum og svo virðist vonlaust að vinna með þeim í þingflokki því starfsmenn flýja í unnvörpum eða eru reknir. Fjölmiðlar sjá enga frétt í því.“
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira