Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2023 13:02 Volodymyr Zelenskyy og Sauli Niinisto á blaðamannafundi í hádeginu. vísir/Einar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti ávörpuðu fjölmiðla í forsetahöllinni í Helsinki í dag. Þétt var setið á fundinum líkt og sést á myndum Einars Árnasonar tökumanns en hann er var í salnum ásamt Heimi Má Péturssyni fréttamanni. Fulltrúar íslenskra fjölmiðla eru í finnsku forsetahöllinni í dag.vísir/Heimir Már Selenskí minntist á hversu stutt er á milli Helsinki og átakanna í Úkraínu. Sterkar varnir Úkraínumanna og aðstoð NATO-ríkjanna komi hins vegar í veg fyrir að Rússar nái nokkurn tímann þangað. Heimir Már rakti það helsta sem kom fram á fundinum í hádegisfréttum Bylgjunnar og sagði Selenskí meðal annars hafa boðað mikil tíðindi í stríðinu á þessu ári. Þá sagði hann nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum gagnvart Rússum og ítrekaði ákall um þotur og hergögn. Heimir Már Pétursson hlýðir á ræðu Selenskís.vísir/Einar Selenskí tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna í dag og samkvæmt Stjórnarráðinu stendur til að ræða áframhaldandi stuðning við Úkraínu, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Að neðan má sjá frá því þegar Selenskí kom á fund finnska forsetans í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Selenskí í dag. Þar stendur meðal annars til að ræða leiðtogafund Evrópuráðsins sem fer fram í Reykjavík 16. til 17. maí. Á eftir verður blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna, finnska forsetans og Úkraínuforseta. Sýnt verður frá honum í beinni á Vísi. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsókn Selenskís fyrir fram af öryggisástæðum.vísir/Einar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti ávörpuðu fjölmiðla í forsetahöllinni í Helsinki í dag. Þétt var setið á fundinum líkt og sést á myndum Einars Árnasonar tökumanns en hann er var í salnum ásamt Heimi Má Péturssyni fréttamanni. Fulltrúar íslenskra fjölmiðla eru í finnsku forsetahöllinni í dag.vísir/Heimir Már Selenskí minntist á hversu stutt er á milli Helsinki og átakanna í Úkraínu. Sterkar varnir Úkraínumanna og aðstoð NATO-ríkjanna komi hins vegar í veg fyrir að Rússar nái nokkurn tímann þangað. Heimir Már rakti það helsta sem kom fram á fundinum í hádegisfréttum Bylgjunnar og sagði Selenskí meðal annars hafa boðað mikil tíðindi í stríðinu á þessu ári. Þá sagði hann nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum gagnvart Rússum og ítrekaði ákall um þotur og hergögn. Heimir Már Pétursson hlýðir á ræðu Selenskís.vísir/Einar Selenskí tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna í dag og samkvæmt Stjórnarráðinu stendur til að ræða áframhaldandi stuðning við Úkraínu, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Að neðan má sjá frá því þegar Selenskí kom á fund finnska forsetans í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Selenskí í dag. Þar stendur meðal annars til að ræða leiðtogafund Evrópuráðsins sem fer fram í Reykjavík 16. til 17. maí. Á eftir verður blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna, finnska forsetans og Úkraínuforseta. Sýnt verður frá honum í beinni á Vísi. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsókn Selenskís fyrir fram af öryggisástæðum.vísir/Einar
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira