Ásmundur sakaður um siðleysi vegna leiðsögumennsku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 22:30 Ásmundur Friðriksson segist nýta frítíma sinn eins og honum sýnist. Vilhelm Gunnarsson Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna leiðsögumannaverkefnis í Vestmannaeyjum. Ásmundur segist hafa rétt til að nýta sitt sumarfrí eins og honum sýnist. „Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann.
Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25