Stefnir óbreytt í verkfall hjá þúsund starfsmönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2023 18:47 Kjarasamningsviðræður BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) eru í algjörum hnút og fundur samninganefnda þeirra í dag bar engan árangur. Formaður BSRB segir lítinn samningsvilja hafa verið til staðar hjá sambandinu. SNS segir engin mál leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum. Kjaraviðræðufundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn var klukkutíma langur en honum lauk án nokkurrar niðurstöðu og var ekki boðað til nýs fundar að honum loknum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sáttasemjara var það ekki gert þar sem engin ástæða hafi verið fyrir því. Deiluaðilar séu ekki nálægt kröfum hvors annars. Á leið til fundar í morgun sagði formaður BSRB að meginkrafa bandalagsins væri sú að starfsmenn sem vinni sömu störf á sama vinnustað fái allir sömu kjör þrátt fyrir mismunandi stéttarfélög. Dæmi séu um annað sem enginn megi sætta sig við. SNS hefur haldið því fram að BSRB hafi hafnað samningi sem hefði tryggt félagsmönnum sömu kjör og starfsmenn hjá öðrum stéttarfélögum þegar samningar voru gerðir árið 2020. „BSRB bauðst sami samningur og SGS undirritaði 2020 en hafnaði honum afdráttarlaust þrátt fyrir ítrekuð tilmæli SNS til BSRB um að samþykkja slíkan samning enda myndu félagsmenn þeirra að öðrum kosti verða af launahækkunum í ársbyrjun 2023. SNS hefur undir höndum skrifleg samskipti við forystu BSRB um þetta mál og þykir miður að öðru sé haldið fram í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef SNS í dag. Enginn frá SNS gat veitt fréttastofu viðtal í dag en í tilkynningunni segir að það hafni ákveðnum fullyrðingum BSRB um að sveitarfélög séu að brjóta jafnréttislög. „Ef BSRB telur svo vera hvetur sambandið þau til að fara með málið fyrir dómstóla þar sem það verður ekki leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa náði aftur tali af Sonju eftir fundinn í dag og sagðist hún hafa fundið fyrir því að enginn samningsvilji væri til staðar hjá SNS. Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu meðlima BSRB um verkfallsaðgerðir hafi því ekki breytt miklu hvað varðar kjarasamningsgerðina. Því stefnir allt í það að rúmlega 970 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila muni hefja verkfallsaðgerðir þann 15. maí næst komandi. Flestir þeirra starfa í Kópavogi, eða 524 talsins, en 170 þeirra starfa í Garðabæ, 251 í Mosfellsbæ og 32 á Seltjarnarnesi. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. 2. maí 2023 15:07 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Kjaraviðræðufundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn var klukkutíma langur en honum lauk án nokkurrar niðurstöðu og var ekki boðað til nýs fundar að honum loknum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sáttasemjara var það ekki gert þar sem engin ástæða hafi verið fyrir því. Deiluaðilar séu ekki nálægt kröfum hvors annars. Á leið til fundar í morgun sagði formaður BSRB að meginkrafa bandalagsins væri sú að starfsmenn sem vinni sömu störf á sama vinnustað fái allir sömu kjör þrátt fyrir mismunandi stéttarfélög. Dæmi séu um annað sem enginn megi sætta sig við. SNS hefur haldið því fram að BSRB hafi hafnað samningi sem hefði tryggt félagsmönnum sömu kjör og starfsmenn hjá öðrum stéttarfélögum þegar samningar voru gerðir árið 2020. „BSRB bauðst sami samningur og SGS undirritaði 2020 en hafnaði honum afdráttarlaust þrátt fyrir ítrekuð tilmæli SNS til BSRB um að samþykkja slíkan samning enda myndu félagsmenn þeirra að öðrum kosti verða af launahækkunum í ársbyrjun 2023. SNS hefur undir höndum skrifleg samskipti við forystu BSRB um þetta mál og þykir miður að öðru sé haldið fram í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef SNS í dag. Enginn frá SNS gat veitt fréttastofu viðtal í dag en í tilkynningunni segir að það hafni ákveðnum fullyrðingum BSRB um að sveitarfélög séu að brjóta jafnréttislög. „Ef BSRB telur svo vera hvetur sambandið þau til að fara með málið fyrir dómstóla þar sem það verður ekki leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa náði aftur tali af Sonju eftir fundinn í dag og sagðist hún hafa fundið fyrir því að enginn samningsvilji væri til staðar hjá SNS. Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu meðlima BSRB um verkfallsaðgerðir hafi því ekki breytt miklu hvað varðar kjarasamningsgerðina. Því stefnir allt í það að rúmlega 970 starfsmenn leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila muni hefja verkfallsaðgerðir þann 15. maí næst komandi. Flestir þeirra starfa í Kópavogi, eða 524 talsins, en 170 þeirra starfa í Garðabæ, 251 í Mosfellsbæ og 32 á Seltjarnarnesi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. 2. maí 2023 15:07 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
„Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. 2. maí 2023 15:07
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00
Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 29. apríl 2023 21:00