„Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. maí 2023 15:07 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. „Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Sjá meira
„Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“