Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. maí 2023 14:31 Leiðsögumenn telja að um fimmtán til tuttugu þúsund ferðamenn sé á Gullfossi og Geysi daglega yfir hásumarið. Vísir/Vilhelm Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. Eins og greint var frá á Vísi í gær liðu um fjörutíu mínútur frá því að tónlistarmaðurinn og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss mánudaginn 26. apríl þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Hjörtur var úrskurðaður látinn stuttu eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Halldór Jón Jóhannesson, leiðsögumaður og félagi Hjartar til margra ára, var við Gullfoss þegar Hjörtur hneig niður og veitti honum fyrstu hjálp. Hann sagði í samtali við Vísi mikið kurr meðal leiðsögumanna vegna andláts Hjartar og ákall eftir betri neyðarþjónustu. „Við deilum þessum áhyggjum með öðrum aðilum ferðaþjónustunnar. Á þessu litla svæði er um að ræða tvo vinsælustu og fjölsóttustu ferðamannastaði landsins. Fjöldinn þarna er á við lítið bæjarfélag og jafnvel miðlungsbæjarfélag á mörgum dögum ársins,“ segir Snorri Valsson kynningar- og fræðslustjóri hjá Ferðamálastofu. „Þannig að við tökum undir þessar áhyggjur og myndum gjarnan taka þátt í þeirri vinnu að koma slíku á fót ef við gætum aðstoðað við það.“ Stytta verði viðbragðstímann Halldór nefndi sem dæmi um hentuga neyðarþjónustu þá sem er í boði á Þingvöllum. Þar er staðsettur sjúkrabíll og flutningamaður öllum stundum. Þetta mætti gera á Gullfossi. Snorri tekur undir og segir að neyðarþjónustu mætti bæta á enn fleiri stöðum. „Jökulsárlón, Dettifoss. Þetta eru bara staðir sem koma upp í hugann,“ segir Snorri. Þá sé tæp klukkustundar bið eftir sjúkrabíl skýrt merki um að ef hægt sé að gera nokkuð til að stytta viðbragðstímann þá þurfi það. „Öryggismál ferðamanna eru ákaflega mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og hefur verið unnið að þeim stanslaust undanfarin ár, meðal annars hjá okkur og öðrum aðilum ferðaþjónustunnar. Það er stöðug vinna og má læra af hverju atviki og gera betur,“ segir Snorri. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum taka málið upp hér.“ Margt verið gert en margt megi bæta Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir margt hafa verið gert í þessum málum á undanförnum árum í samstarfi stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og Landsbjargar en margt sé þó hægt að bæta. „Ég held að við getum auðvitað tekið undir það að það skipti miklu máli að neyðarþjónusta á landinu sé góð. Ekki síst þar sem mikill fjöldi fólks er líklegur til að safnast saman. Þar með eru ferðamannastaðirnir hluti af því. Það er búið að vinna töluvert mikið á undanförnum árum í ýmsum öryggismálum á ferðamannastöðum, ferðamannaleiðum og fleiru,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir áhyggjur leiðsögumanna af neyðarþjónustu við helstu ferðamannastaðina. Vísir/Vilhelm „Margt hefur tekist vel en á sama tíma er skiljanlegt að einhverju leyti að öll þjónusta á landinu og innviðir hafi ekki náð að vaxa jafn hratt og nauðsynlegt er. Þar með horfum við til heilsugæslu og neyðarþjónustuinnviða.“ Óviðunandi að símasamband sé stopult við Gullfoss Eitt af því sem SAF hafi horft til ásamt Landsbjörg er að koma upp búnaði á fjölmennum stöðum sem hægt er að nota í neyðartilfellum, jafnvel til að bjarga mannslífum. Búnað sem leiðsögumenn og aðrir þjálfaðir í skyndihjálp kunna að nota og vita hvar er. Eins og fram kom í frétt Vísis um málið í gær slitnaði símtal Halldórs Jóns við Neyðarlínuna. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, var þá svarað af nýjum neyðarverði, sem þurfti að fletta málinu upp. Ferli sem tók tíma sem mátti ekki endilega missa þarna. Jóhannes segir óásættanlegt að símasamband við jafn fjölfarinn stað og Gullfoss sé svona slæmt. „Ég held að við verðum að hafa slík tæknimál á hreinu, að það sé gott símasamband á þessum helstu stöðum til þess að við getum kallað til þá neyðarþjónustu sem þörf er á. Það hefði maður haldið að ætti að vera tiltölulega lítið mál að leysa úr á stöðum sem þessum, sem eru í alfaraleið nú orðið,“ segir Jóhannes. „Akkúrat hvernig þessu er háttað þarna þekki ég ekki en almennt held ég að við hljótum að geta verið sammála um að símasamband á helstu ferðamannastöðum þarf að vera í lagi.“ Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Bláskógabyggð Slysavarnir Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Eins og greint var frá á Vísi í gær liðu um fjörutíu mínútur frá því að tónlistarmaðurinn og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hneig niður við Gullfoss mánudaginn 26. apríl þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Hjörtur var úrskurðaður látinn stuttu eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Halldór Jón Jóhannesson, leiðsögumaður og félagi Hjartar til margra ára, var við Gullfoss þegar Hjörtur hneig niður og veitti honum fyrstu hjálp. Hann sagði í samtali við Vísi mikið kurr meðal leiðsögumanna vegna andláts Hjartar og ákall eftir betri neyðarþjónustu. „Við deilum þessum áhyggjum með öðrum aðilum ferðaþjónustunnar. Á þessu litla svæði er um að ræða tvo vinsælustu og fjölsóttustu ferðamannastaði landsins. Fjöldinn þarna er á við lítið bæjarfélag og jafnvel miðlungsbæjarfélag á mörgum dögum ársins,“ segir Snorri Valsson kynningar- og fræðslustjóri hjá Ferðamálastofu. „Þannig að við tökum undir þessar áhyggjur og myndum gjarnan taka þátt í þeirri vinnu að koma slíku á fót ef við gætum aðstoðað við það.“ Stytta verði viðbragðstímann Halldór nefndi sem dæmi um hentuga neyðarþjónustu þá sem er í boði á Þingvöllum. Þar er staðsettur sjúkrabíll og flutningamaður öllum stundum. Þetta mætti gera á Gullfossi. Snorri tekur undir og segir að neyðarþjónustu mætti bæta á enn fleiri stöðum. „Jökulsárlón, Dettifoss. Þetta eru bara staðir sem koma upp í hugann,“ segir Snorri. Þá sé tæp klukkustundar bið eftir sjúkrabíl skýrt merki um að ef hægt sé að gera nokkuð til að stytta viðbragðstímann þá þurfi það. „Öryggismál ferðamanna eru ákaflega mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu og hefur verið unnið að þeim stanslaust undanfarin ár, meðal annars hjá okkur og öðrum aðilum ferðaþjónustunnar. Það er stöðug vinna og má læra af hverju atviki og gera betur,“ segir Snorri. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum taka málið upp hér.“ Margt verið gert en margt megi bæta Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir margt hafa verið gert í þessum málum á undanförnum árum í samstarfi stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og Landsbjargar en margt sé þó hægt að bæta. „Ég held að við getum auðvitað tekið undir það að það skipti miklu máli að neyðarþjónusta á landinu sé góð. Ekki síst þar sem mikill fjöldi fólks er líklegur til að safnast saman. Þar með eru ferðamannastaðirnir hluti af því. Það er búið að vinna töluvert mikið á undanförnum árum í ýmsum öryggismálum á ferðamannastöðum, ferðamannaleiðum og fleiru,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, tekur undir áhyggjur leiðsögumanna af neyðarþjónustu við helstu ferðamannastaðina. Vísir/Vilhelm „Margt hefur tekist vel en á sama tíma er skiljanlegt að einhverju leyti að öll þjónusta á landinu og innviðir hafi ekki náð að vaxa jafn hratt og nauðsynlegt er. Þar með horfum við til heilsugæslu og neyðarþjónustuinnviða.“ Óviðunandi að símasamband sé stopult við Gullfoss Eitt af því sem SAF hafi horft til ásamt Landsbjörg er að koma upp búnaði á fjölmennum stöðum sem hægt er að nota í neyðartilfellum, jafnvel til að bjarga mannslífum. Búnað sem leiðsögumenn og aðrir þjálfaðir í skyndihjálp kunna að nota og vita hvar er. Eins og fram kom í frétt Vísis um málið í gær slitnaði símtal Halldórs Jóns við Neyðarlínuna. Halldór þurfti þannig að hringja aftur, var þá svarað af nýjum neyðarverði, sem þurfti að fletta málinu upp. Ferli sem tók tíma sem mátti ekki endilega missa þarna. Jóhannes segir óásættanlegt að símasamband við jafn fjölfarinn stað og Gullfoss sé svona slæmt. „Ég held að við verðum að hafa slík tæknimál á hreinu, að það sé gott símasamband á þessum helstu stöðum til þess að við getum kallað til þá neyðarþjónustu sem þörf er á. Það hefði maður haldið að ætti að vera tiltölulega lítið mál að leysa úr á stöðum sem þessum, sem eru í alfaraleið nú orðið,“ segir Jóhannes. „Akkúrat hvernig þessu er háttað þarna þekki ég ekki en almennt held ég að við hljótum að geta verið sammála um að símasamband á helstu ferðamannastöðum þarf að vera í lagi.“
Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Bláskógabyggð Slysavarnir Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00