Reyna á að fyrirbyggja ótímabært brotthvarf ungs fólks með geðraskanir af vinnumarkaði en einnig að auka samfélagslega virkni ungs fólks sem hvorki er í vinnu né í námi.
Einnig fjöllum við um stórbrunann í Hafnarfirði í gærkvöldi þar sem Drafnar slippur brann til kaldra kola.
Að auki verður rætt við formann BSRB um deilu þeirra við sveitarfélögin en að óbreyttu stefnir þar í verkföll.
Þá fjöllum við um aðstöðuleysi á ferðamannastöðum og heyrum álit Ferðamálastofu á því að ekki sé viðunandi heilsugæsla á fjölförnustu stöðum landsins.