Vilja að Klopp verði refsað og leggja til frádrátt stiga Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 10:00 Jürgen Klopp átti ýmislegt vantalað við dómara leiksins eftir 4-3 sigurinn gegn Tottenham á sunnudag. Getty/Peter Byrne Chris Sutton, sérfræðingur BBC, og stuðningssamtök knattspyrnudómara í Bretlandi eru meðal þeirra sem kallað hafa eftir því að Jürgen Klopp verði úrskurðaður í bann fyrir hegðun sína um helgina. Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira