Rifust á vellinum eftir sigurinn gegn Aston Villa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 23:30 Alltaf vinir en þurfa þó stundum að ræða saman á alvarlegu nótunum. Simon Stacpoole/Getty Images Samherjarnir Bruno Fernandes og Casemiro enduðu 1-0 sigur Manchester United á Aston Villa um helgina með léttum rökræðum út á velli áður en þeir fögnuðu með samherjum sínum. Þetta er eitthvað sem Erik ten Hag, þjálfari liðsins, hefur beðið leikmenn sína að gera frekar en að byrgja slíkar skoðanir inni. Man United vann á laugardag gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fernandeds skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins en hann missti boltann undir lok leiks og það var Casemiro ósáttur með. Þá hafði Jadon Sancho sagt Fernandes að hætta að væla á meðan leik stóð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Fernandes og Casemiro hafa „rætt saman“ eftir leik. Casemiro var til að mynda ekki sáttur með Fernandes í 2-0 sigri Man United á Newcastle United í úrslitum deildarbikarsins. Casemiro fannst að Fernandes hefði átt að gefa á Sancho undir lok leiks. Ástæðan að þessu sinni var sú að í blálok leiksins reyndi Fernandes að sóla leikmenn Villa frekar en að koma boltanum upp í horn. Fernandes tapaði boltanum, Villa fór í sókn sem endaði með því að liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Eftir rökræðurnar þá knúsuðust þeir félagar og fögnuðu sigrinum með stuðningsfólki Man United. Erik ten Hag var spurður út í þetta, hann sagðist einfaldlega hvetja leikmenn sína til að ræða svona hluti inn á vellinum frekar en að byrgja þetta inni og orsaka þannig frekari pirring. Þó Fernandes hafi byrjað leikinn gegn Villa á hægri vængnum þá hefur Man United ekki enn tapað leik þar sem Fernandes, Casemiro og Christian Eriksen byrja allir. Vonast stuðningsfólk liðsins til að sú tölfræði lifi út tímabilið þar sem Man United þarf enn á sigrum að halda ætli það sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Þetta er eitthvað sem Erik ten Hag, þjálfari liðsins, hefur beðið leikmenn sína að gera frekar en að byrgja slíkar skoðanir inni. Man United vann á laugardag gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fernandeds skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins en hann missti boltann undir lok leiks og það var Casemiro ósáttur með. Þá hafði Jadon Sancho sagt Fernandes að hætta að væla á meðan leik stóð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Fernandes og Casemiro hafa „rætt saman“ eftir leik. Casemiro var til að mynda ekki sáttur með Fernandes í 2-0 sigri Man United á Newcastle United í úrslitum deildarbikarsins. Casemiro fannst að Fernandes hefði átt að gefa á Sancho undir lok leiks. Ástæðan að þessu sinni var sú að í blálok leiksins reyndi Fernandes að sóla leikmenn Villa frekar en að koma boltanum upp í horn. Fernandes tapaði boltanum, Villa fór í sókn sem endaði með því að liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Eftir rökræðurnar þá knúsuðust þeir félagar og fögnuðu sigrinum með stuðningsfólki Man United. Erik ten Hag var spurður út í þetta, hann sagðist einfaldlega hvetja leikmenn sína til að ræða svona hluti inn á vellinum frekar en að byrgja þetta inni og orsaka þannig frekari pirring. Þó Fernandes hafi byrjað leikinn gegn Villa á hægri vængnum þá hefur Man United ekki enn tapað leik þar sem Fernandes, Casemiro og Christian Eriksen byrja allir. Vonast stuðningsfólk liðsins til að sú tölfræði lifi út tímabilið þar sem Man United þarf enn á sigrum að halda ætli það sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira