Hvetur fólk til að bretta upp ermar og mótmæla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 13:11 Formaður VR segir að staðan eigi eftir að versna og hvetur fólk því til að mótmæla. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður VR er harðorður í grein sem hann skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins sem haldinn er í dag. Hann segir stjórnvöld hér á landi og Seðlabankann hafa tekið sér stöðu gegn fólkinu í landinu. Að hans sögn hefur verkalýðshreyfingin þó sjaldan verið í betra formi til að láta til skarar skríða. „Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“ Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira