Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. apríl 2023 21:00 Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, eru ekki á sömu skoðun um hvar málið strandar. Vísir Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. Í heildina munu um 970 félagsmenn BSRB í Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur. Mikil þátttaka var í atkvæðagreiðslu ellefu aðildarfélaga sem lauk á hádegi í dag, kjörsókn var frá 66 til 86 prósent og 92 til 100 prósent samþykktu verkfallsboðunina. Verkfall var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Grafík/Rúnar Fyrsta lota verkfallsins fer fram 15. og 16 maí og nær til starfsfólks leikskóla, grunnskóla og félagsheimila. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um sambærileg verkföll í sex öðrum sveitarfélögum en ef af því verður munu verkfallsaðgerðir ná til ríflega 1500 manns í heildina. Ekki er útilokað að víðtækari aðgerðir verði boðaðar. Aðgerðirnar koma í kjölfar þess að viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga sigldu í strand en BSRB krafðist sömu launahækkana og félagsfólk Starfsgreinasambandsins fékk frá áramótum, með afturvirkni frá fyrsta janúar. „Þeim ber skylda sem atvinnurekendum, og sveitarfélög eru líka atvinnurekendur, til þess að tryggja jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og í þessu tilviki eigum við félagsfólk sem er í nákvæmlega sömu störfum, og sambærilegum störfum, og félagsfólk í öðrum stéttarfélögum en það munar þarna 25 prósent á launahækkunum á ársgrundvelli,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Deilan snúist um samning sem er liðinn Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, bendir þó á að BSRB hafi hafnað samningnum sem SGS fékk og þess í stað samið um styttri gildistíma, til 31. mars í staðinn fyrir út september. BSRB þurfi einfaldlega að taka ábyrgð á þeirri ákvörðun. „Við teljum okkur vera að bjóða mjög góðan samning. Þetta er samningur með sambærilega launatöflu og önnur félög hafa nú þegar gengið að hjá okkur. Þetta stendur þeim að sjálfsögðu til boða og hefur gert núna í töluverðan tíma. Þessi deila núna snýst um samning sem er liðinn og að okkar mati þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin efnt þann samning að fullu,“ segir Ellisif. Þau geti ekki orðið við kröfum BSRB með afturvirkni, enda hafi annar samningi verið í gildi frá janúar til mars. „Þegar gildistíma eins samnings lýkur og kjaraviðræður standa kannski um langan tíma, þá er talað um afturvirkni frá því að síðasta samningi lauk, til þess að brúa það bil þannig menn séu ekki samningslausir. En afturvirkni inn á tímabil gildandi samnings, það erum við ekki að fara í. Þá værir þú með tvo samninga í gildi,“ segir Ellisif en hún hvetur BSRB til að leita til Félagsdóms til að leysa úr málinu. Engin afsláttur gefinn af kröfum Sonja Ýr gefur lítið fyrir rök sambandsins og segir þau ekki standast skoðun, auk þess sem málið ætti heldur heima hjá Héraðsdómi en fullyrðingar sambandsins endurspegli mögulega ákveðið þekkingaleysi. „Þau hafa vísað í það að það séu mismunandi gildistímar á þeim samningum sem við erum að vísa til að misrétti leiði af. Við höfum bent á það að samkvæmt samningsrétti þá trompar nýr samningur þann eldri, þannig það er ekkert því til fyrirstöðu að fara afturvirkt og það eru fjölmörg dæmi fyrir því, til dæmis voru nýlegir kjarasamningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert við eitt okkar aðildarfélaga,“ segir Sonja. Þau hafi ákveðið að hafna gildistíma samningsins þar sem kjaradeilan hafi einnig verið í hnút á sínum tíma og flestir ákveðið að gera skammtímasamning. Þau gefi nú engan afslátt af sínum kröfum en Sonja bindur vonir við að sveitarfélögin sjái að sér og að ekki þurfi að leita lengra. „Ef það leysist ekki úr kjaradeilunni þá förum við auðvitað með þetta fyrir dómstóla en hins vegar tekur það mjög langan tíma og við höfum áhyggjur af því að sveitarfélögin séu að reyna að notfæra sér þennan aðstöðumun sem er á milli,“ segir Sonja „Þess vegna er eina leiðin að ganga frá kjarasamningi og leiðrétta þetta hratt og vel. Fólkið okkar er ekki búið að fá launahækkanir síðan í apríl á síðasta ári. í tíu prósent verðbólgu. Þetta er að uppistöðu til fólk á mjög lágum launum og konur, þannig það þarf bara að leiðrétta þetta,“ segir hún enn fremur. Að mati sambandsins er það ekki svo einfalt, afturvirkni eða mögulegar eingreiðslur sem einnig hafa komið til tals séu ekki á borðinu. „Ef að við færum að greiða eingreiðslu, og það eru yfir sex þúsund félagsmenn BSRB hjá okkur, þá eiga allir aðrir líka rétt á þeirri eingreiðslu. Þannig að málið er risastórt fyrir sveitarfélögin. Við teljum okkur, svo ég ítreki það, hafa efnt síðasta samning alveg að fullu og það liggur á borðinu samningur sem við erum tilbúin til að ganga að strax,“ segir Ellisif og bætir við að lausn sé ekki í sjónmáli að svo stöddu. BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga munu næst koma saman á fundi hjá ríkissáttasemjara á þriðjudag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Félagsmenn samþykktu verkfall Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 29. apríl 2023 12:27 Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. 27. apríl 2023 08:11 Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. 26. apríl 2023 12:10 Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Í heildina munu um 970 félagsmenn BSRB í Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur. Mikil þátttaka var í atkvæðagreiðslu ellefu aðildarfélaga sem lauk á hádegi í dag, kjörsókn var frá 66 til 86 prósent og 92 til 100 prósent samþykktu verkfallsboðunina. Verkfall var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Grafík/Rúnar Fyrsta lota verkfallsins fer fram 15. og 16 maí og nær til starfsfólks leikskóla, grunnskóla og félagsheimila. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um sambærileg verkföll í sex öðrum sveitarfélögum en ef af því verður munu verkfallsaðgerðir ná til ríflega 1500 manns í heildina. Ekki er útilokað að víðtækari aðgerðir verði boðaðar. Aðgerðirnar koma í kjölfar þess að viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga sigldu í strand en BSRB krafðist sömu launahækkana og félagsfólk Starfsgreinasambandsins fékk frá áramótum, með afturvirkni frá fyrsta janúar. „Þeim ber skylda sem atvinnurekendum, og sveitarfélög eru líka atvinnurekendur, til þess að tryggja jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og í þessu tilviki eigum við félagsfólk sem er í nákvæmlega sömu störfum, og sambærilegum störfum, og félagsfólk í öðrum stéttarfélögum en það munar þarna 25 prósent á launahækkunum á ársgrundvelli,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Deilan snúist um samning sem er liðinn Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, bendir þó á að BSRB hafi hafnað samningnum sem SGS fékk og þess í stað samið um styttri gildistíma, til 31. mars í staðinn fyrir út september. BSRB þurfi einfaldlega að taka ábyrgð á þeirri ákvörðun. „Við teljum okkur vera að bjóða mjög góðan samning. Þetta er samningur með sambærilega launatöflu og önnur félög hafa nú þegar gengið að hjá okkur. Þetta stendur þeim að sjálfsögðu til boða og hefur gert núna í töluverðan tíma. Þessi deila núna snýst um samning sem er liðinn og að okkar mati þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin efnt þann samning að fullu,“ segir Ellisif. Þau geti ekki orðið við kröfum BSRB með afturvirkni, enda hafi annar samningi verið í gildi frá janúar til mars. „Þegar gildistíma eins samnings lýkur og kjaraviðræður standa kannski um langan tíma, þá er talað um afturvirkni frá því að síðasta samningi lauk, til þess að brúa það bil þannig menn séu ekki samningslausir. En afturvirkni inn á tímabil gildandi samnings, það erum við ekki að fara í. Þá værir þú með tvo samninga í gildi,“ segir Ellisif en hún hvetur BSRB til að leita til Félagsdóms til að leysa úr málinu. Engin afsláttur gefinn af kröfum Sonja Ýr gefur lítið fyrir rök sambandsins og segir þau ekki standast skoðun, auk þess sem málið ætti heldur heima hjá Héraðsdómi en fullyrðingar sambandsins endurspegli mögulega ákveðið þekkingaleysi. „Þau hafa vísað í það að það séu mismunandi gildistímar á þeim samningum sem við erum að vísa til að misrétti leiði af. Við höfum bent á það að samkvæmt samningsrétti þá trompar nýr samningur þann eldri, þannig það er ekkert því til fyrirstöðu að fara afturvirkt og það eru fjölmörg dæmi fyrir því, til dæmis voru nýlegir kjarasamningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert við eitt okkar aðildarfélaga,“ segir Sonja. Þau hafi ákveðið að hafna gildistíma samningsins þar sem kjaradeilan hafi einnig verið í hnút á sínum tíma og flestir ákveðið að gera skammtímasamning. Þau gefi nú engan afslátt af sínum kröfum en Sonja bindur vonir við að sveitarfélögin sjái að sér og að ekki þurfi að leita lengra. „Ef það leysist ekki úr kjaradeilunni þá förum við auðvitað með þetta fyrir dómstóla en hins vegar tekur það mjög langan tíma og við höfum áhyggjur af því að sveitarfélögin séu að reyna að notfæra sér þennan aðstöðumun sem er á milli,“ segir Sonja „Þess vegna er eina leiðin að ganga frá kjarasamningi og leiðrétta þetta hratt og vel. Fólkið okkar er ekki búið að fá launahækkanir síðan í apríl á síðasta ári. í tíu prósent verðbólgu. Þetta er að uppistöðu til fólk á mjög lágum launum og konur, þannig það þarf bara að leiðrétta þetta,“ segir hún enn fremur. Að mati sambandsins er það ekki svo einfalt, afturvirkni eða mögulegar eingreiðslur sem einnig hafa komið til tals séu ekki á borðinu. „Ef að við færum að greiða eingreiðslu, og það eru yfir sex þúsund félagsmenn BSRB hjá okkur, þá eiga allir aðrir líka rétt á þeirri eingreiðslu. Þannig að málið er risastórt fyrir sveitarfélögin. Við teljum okkur, svo ég ítreki það, hafa efnt síðasta samning alveg að fullu og það liggur á borðinu samningur sem við erum tilbúin til að ganga að strax,“ segir Ellisif og bætir við að lausn sé ekki í sjónmáli að svo stöddu. BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga munu næst koma saman á fundi hjá ríkissáttasemjara á þriðjudag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Félagsmenn samþykktu verkfall Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 29. apríl 2023 12:27 Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00 Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. 27. apríl 2023 08:11 Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. 26. apríl 2023 12:10 Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Félagsmenn samþykktu verkfall Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 29. apríl 2023 12:27
Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af óbilgirni Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni. 29. apríl 2023 12:00
Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. 27. apríl 2023 08:11
Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. 26. apríl 2023 12:10
Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. 26. apríl 2023 10:31