Bandaríkjamenn varaðir við fagnaðarlátunum í Napólí Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 13:00 Stuðningsfólk Napólí er þegar byrjað að fagna. EPA-EFE/CESARE ABBATE Bandaríska sendiráðið í Napólí á Ítalíu hefur varað Bandaríkjamenn í borginni og nærumhverfi við mögulegum fagnaðarlátum þegar Napólí tryggir sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu. Napoli trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 17 stiga forskot á Lazio sem er í 2. sæti. Þegar aðeins sjö umferðir eru eftir þá er ljóst að það styttist í að félagið verði Ítalíumeistari. Hefur bandaríska sendiráðið því sent út tilkynningu þess efnis að þegar fyrsti meistaratitill liðsins frá 1990 er í höfn mun stuðningsfólk liðsins líklega missa sig í gleðinni. US CONSULATE IN NAPLES ISSUES SECURITY ALERT Forecasting "significant use fireworks, and alcohol consumption," govt. officials saw fit to warn citizens ahead of Napoli potentially clinching title Sunday.Earthquakes. Diplomatic alerts. This Scudetto Got It All! pic.twitter.com/bZ9BJmKdSe— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 28, 2023 „Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum út um alla borg í lok apríl eða snemma í maí þegar knattspyrnufélagið Napólí tryggir sér ítalska meistaratitilinn. Önnur fagnaðarlæti munu eiga sér stað snemma júní þegar tímabilinu lýkur,“ segir í tilkynningu frá sendiráðinu. „Fagnaðarlætin gætu enst í nokkra daga, gríðarlegt magn af fólki mun koma sama, umferð verður þung og götum gæti verið lokað. Flugeldum verður skotið upp í miklu magni og þá verður áfengisneysla mikil,“ segir einnig í tilkynningunni og er fólk varað við því að það gæti verið lengur á leið í og úr vinnu, í skólann, á flugvöllinn eða lestarstöðina. Miðað við fagnaðarlæti stuðningsfólk félagsins eftir sigur á Juventus í síðustu umferð má reikna með að borgin verði einfaldlega á hliðinni þegar meistaratitillinn verður loks í höfn. Absolutely astonishing view from the rear window of Napoli team bus at 3am when they landed back in Naples after beating Juventus at Turin.After 33 years, Napoli next week can be crowned champions.Incredible troop of motorbike following them pic.twitter.com/xKfbO1guzJ— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 24, 2023 Napoli mætir Salernitana á morgun, sunnudag, og gæti orðið meistari með sigri fari svo að Lazio vinni ekki Inter. Klukkan 10.30 Inter - Lazio [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 13.00 Napoli - Salernitana [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 13.00 Sassuolo - Empoli [Stöð 2 Sport 3] Klukkan 16.00 Fiorentina - Sampdoria [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 18.45 Bologna - Juventus [Stöð 2 Sport 3] Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Napoli trónir á toppi Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, með 17 stiga forskot á Lazio sem er í 2. sæti. Þegar aðeins sjö umferðir eru eftir þá er ljóst að það styttist í að félagið verði Ítalíumeistari. Hefur bandaríska sendiráðið því sent út tilkynningu þess efnis að þegar fyrsti meistaratitill liðsins frá 1990 er í höfn mun stuðningsfólk liðsins líklega missa sig í gleðinni. US CONSULATE IN NAPLES ISSUES SECURITY ALERT Forecasting "significant use fireworks, and alcohol consumption," govt. officials saw fit to warn citizens ahead of Napoli potentially clinching title Sunday.Earthquakes. Diplomatic alerts. This Scudetto Got It All! pic.twitter.com/bZ9BJmKdSe— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 28, 2023 „Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum út um alla borg í lok apríl eða snemma í maí þegar knattspyrnufélagið Napólí tryggir sér ítalska meistaratitilinn. Önnur fagnaðarlæti munu eiga sér stað snemma júní þegar tímabilinu lýkur,“ segir í tilkynningu frá sendiráðinu. „Fagnaðarlætin gætu enst í nokkra daga, gríðarlegt magn af fólki mun koma sama, umferð verður þung og götum gæti verið lokað. Flugeldum verður skotið upp í miklu magni og þá verður áfengisneysla mikil,“ segir einnig í tilkynningunni og er fólk varað við því að það gæti verið lengur á leið í og úr vinnu, í skólann, á flugvöllinn eða lestarstöðina. Miðað við fagnaðarlæti stuðningsfólk félagsins eftir sigur á Juventus í síðustu umferð má reikna með að borgin verði einfaldlega á hliðinni þegar meistaratitillinn verður loks í höfn. Absolutely astonishing view from the rear window of Napoli team bus at 3am when they landed back in Naples after beating Juventus at Turin.After 33 years, Napoli next week can be crowned champions.Incredible troop of motorbike following them pic.twitter.com/xKfbO1guzJ— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 24, 2023 Napoli mætir Salernitana á morgun, sunnudag, og gæti orðið meistari með sigri fari svo að Lazio vinni ekki Inter. Klukkan 10.30 Inter - Lazio [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 13.00 Napoli - Salernitana [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 13.00 Sassuolo - Empoli [Stöð 2 Sport 3] Klukkan 16.00 Fiorentina - Sampdoria [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 18.45 Bologna - Juventus [Stöð 2 Sport 3]
Klukkan 10.30 Inter - Lazio [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 13.00 Napoli - Salernitana [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 13.00 Sassuolo - Empoli [Stöð 2 Sport 3] Klukkan 16.00 Fiorentina - Sampdoria [Stöð 2 Sport 2] Klukkan 18.45 Bologna - Juventus [Stöð 2 Sport 3]
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira