Samkvæmt frétt Deadline er unnið að handriti myndarinnar. Enn er óljóst hvort aðrir leikarar úr upprunalegu myndinni, eins og Ben Stiller, Christine Taylor, Justin Long og fleiri muni snúa aftur.
Dodgeball fjallaði um Peter La Fleur, sem leikinn var af Vaughn, og vini hans og viðskiptavini í líkamsræktarstöð hans. Þau þurftu að keppa gegn White Goodman, sem leikinn var af Stiller, um örlög líkamsræktarstöðvar La Fleur. Keppnin var í skotbolta, eins og nafn myndarinnar gefur til kynna.
Hún naut gífurlegra vinsælda um heiminn allan og halaði inn rúmum 168 milljónum dala á heimsvísu. Framleiðsla hennar kostaði einungis tuttugu milljónir.
Entertainment Weekly segir Vaughn hafa staðfest fyrir skömmu að Stiller hefði áhuga á að gera aðra mynd en Justin Long hafði áður sagt að Stiller hefði áhyggjur af því að gera framhald af svo vinsælli mynd eins og Dodgeball er. Það væri áhættusamt og gæti komið niður á upprunalegu myndinni.
Vaughn sagði þó að hann hefði fengið hugmynd að framhaldi og að sú hugmynd væri skemmtileg. Forsvarsmenn kvikmyndavers hefðu áhuga og að Stiller hefði verið hrifinn af hugmyndinni.