Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Bjarki Sigurðsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2023 13:35 Finnbjörn A. Hermannsson er nýr forseti ASÍ. Vísir/Dúi Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira