Hlaupa þangað til að það er bara einn eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 13:31 Það verður mikil stemming á stígunum í Öskjuhlíðinni um helgina. Bakgarður Náttúruhlaupa Bestu ofurhlauparar landsins ætla að eyða helginni í Öskjuhlíðinni því fram undan er eitt stærsta Bakgarðshlaupið ársins á Íslandi. Bakgarður Náttúruhlaupa fór fram í september síðastliðnum og vakti athygli sem og heimsmeistaramót landsliða í október. Þá var hlaupið um Heiðmörk og Elliðaárdal en Bakgarður 101, sem er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa, fer fram í Öskjuhlíð. Bakgarður 101 keppnin verður haldin í annað sinn í ár. Keppnin hefst við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð og fer leiðin um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga með fram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik). „Þetta er frekar sérstakt hlaup þar sem hlauparar hlaupa sama hringinn sem er 6,7 kílómetra langur. Það er alltaf lagt af stað í nýjan hring á heila tímanum. Við ræsum klukkan níu á laugardagsmorgunn. Hlaupið er síðan í gangi þangað til að það er bara einn eftir. Það er bara einn sem klárar síðasta hringinn,“ sagði hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir í samtali við Guðjón Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. En eru einhverjar stjörnur með að þessu sinni? „Það eru þekktar Bakgarðsstjörnur með getum við sagt. Það er til dæmis Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson. Þau eru skráð til leiks og áttu ótrúlegt hlaup í sama hlaupi fyrir ári síðan og Mari setti þá Íslandsmet með því að hlaupa 43 hringi,“ sagði Elísabet. „Þau eru að mætast en ætla ekki að fara alla leið heldur nota þetta sem æfingakeppni því þau tvö eru að fara í stóra bakgarðskeppni í Þýskalandi seinna í maí. Við erum með nokkur sem voru til dæmis í landsliðinu í haust og eiga þrjátíu hringi. Svo erum við með nokkur sem hafa farið áður 24 hringi. Það verður mjög spennandi að sjá hvað þetta fólk mun gera um helgina. Það eru 150 skráðir til leiks og hlaupið er fullt,“ sagði Elísabet. Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og Vísi alla helgina. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30 Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31 Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Bakgarður Náttúruhlaupa fór fram í september síðastliðnum og vakti athygli sem og heimsmeistaramót landsliða í október. Þá var hlaupið um Heiðmörk og Elliðaárdal en Bakgarður 101, sem er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa, fer fram í Öskjuhlíð. Bakgarður 101 keppnin verður haldin í annað sinn í ár. Keppnin hefst við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð og fer leiðin um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og góða göngustíga með fram henni og Nauthólsvík (um 60% malar- og náttúrustígar og 40% malbik). „Þetta er frekar sérstakt hlaup þar sem hlauparar hlaupa sama hringinn sem er 6,7 kílómetra langur. Það er alltaf lagt af stað í nýjan hring á heila tímanum. Við ræsum klukkan níu á laugardagsmorgunn. Hlaupið er síðan í gangi þangað til að það er bara einn eftir. Það er bara einn sem klárar síðasta hringinn,“ sagði hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir í samtali við Guðjón Guðmundsson í hádegisfréttum Bylgjunnar. En eru einhverjar stjörnur með að þessu sinni? „Það eru þekktar Bakgarðsstjörnur með getum við sagt. Það er til dæmis Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson. Þau eru skráð til leiks og áttu ótrúlegt hlaup í sama hlaupi fyrir ári síðan og Mari setti þá Íslandsmet með því að hlaupa 43 hringi,“ sagði Elísabet. „Þau eru að mætast en ætla ekki að fara alla leið heldur nota þetta sem æfingakeppni því þau tvö eru að fara í stóra bakgarðskeppni í Þýskalandi seinna í maí. Við erum með nokkur sem voru til dæmis í landsliðinu í haust og eiga þrjátíu hringi. Svo erum við með nokkur sem hafa farið áður 24 hringi. Það verður mjög spennandi að sjá hvað þetta fólk mun gera um helgina. Það eru 150 skráðir til leiks og hlaupið er fullt,“ sagði Elísabet. Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og Vísi alla helgina.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30 Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00 Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31 Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Reykti einn pakka af sígarettum á meðan hann kláraði maraþonhlaup Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð. 17. nóvember 2022 09:30
Aðeins ellefu konur í heiminum hlupu lengra en Mari Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi. 18. október 2022 13:00
Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins. 18. október 2022 08:31
Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09
Þorleifur vann Bakgarðshlaupið Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar. 17. október 2022 06:44