„Hér er um að ræða fullkominn forsendubrest“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. apríl 2023 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnir fjármálaætlun fyrir árin 2024 til 2028 þann 29. mars síðastliðinn. Samband íslenskra sveitarfélaga segir rammasamning um húsnæðisuppbyggingu verulega vanfjármagnaðan í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga telur að rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða sé vanfjármagnaður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ og íbúðaþörf næstu ára verði ekki fullnægt. Samningurinn sem var undirritaður 12. Júlí 2021 gerir ráð fyrir að byggðar verði minnst fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári næstu fimm ár eftir það. Í samningnum var einnig lögð áhersla á að 30% íbúðanna yrðu hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, um 1.200 íbúðir árlega. Samband íslenskra sveitarfélaga sem eru aðili að rammasamningnum birtu 24. apríl síðastliðinn umsögn um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar að fjármálaáætlun næstu ára. Í umsögninni segir að um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ þar sem rammasamningurinn er „verulega vanfjármagnaður“ og nauðsynlegt sé að hækka stofnframlög umtalsvert. Fram kemur í umsögninni að til að efna samninginn þyrftu stofnframlög að vera samtals 44 milljarðar króna næstu fimm árin og lánveitingar 188 milljarðar. Í fjármálaáætluninni sé hins vegar aðeins gert ráð fyrir stofnframlögum í heild að fjárhæð 18,7 milljörðum og að veitt verði lán upp á 20 milljarða á ári. „Verði þessi reyndin blasir við að íbúðaþörf næstu ára verði alls ekki fullnægt með fyrirsjáanlegum áhrifum á íbúðaverð og þar með verðbólgu,“ segir undir lok umsagnarinnar. „Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á því í fyrri umræðu um fjármálaáætlun þann 31. mars síðastliðinn að rammasamningurinn væri vanfjármagnaður og að ríkið væri að senda skaðleg skilaboð til sveitarfélaga, uppbyggingaraðila og fólksins í landinu. „Blekið er varla þornað af rammasamkomulaginu og ríkisstjórnin virðist bara strax búin að gefast upp. Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum, enn eitt dæmið um að blásið sé í herlúðra sem reynist svo engin innstæða fyrir?“ sagði hann í ræðu sinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur svarað því til að ekki sé raunhæft að samningsmarkmið um íbúðauppbyggingu á samfélagslegum forsendum verði uppfyllt fyrr en eftir nokkur ár. „Þessi markmið um 4.000 íbúðir og allt að 35% íbúða, þ.e. 30% sem eru þá byggðar sem almennar íbúðir eða með hlutdeildarlánum og svo 5% að auki í félagslega kerfinu sem gerir um 1.400 íbúðir — við sjáum ekki fram á að við náum þessu að fullu fyrr en kannski 2026 eða 2027,“ sagði hann í umræðum um fjármálaáætlun 17. apríl síðastliðinn. „Við teljum okkur í dag vera nægjanlega fjármögnuð með þessa 4 milljarða í stofnframlögum í ár og næsta ár til að geta byggt það sem einfaldlega verður raunhæft að geta byggt.“ Í stað þeirra 1.200 hagkvæmu íbúða sem var talað um í samningnum sé því frekar um 400 íbúðir að ræða. Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Tengdar fréttir Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00 Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Samningurinn sem var undirritaður 12. Júlí 2021 gerir ráð fyrir að byggðar verði minnst fjögur þúsund íbúðir á hverju ári næstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári næstu fimm ár eftir það. Í samningnum var einnig lögð áhersla á að 30% íbúðanna yrðu hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, um 1.200 íbúðir árlega. Samband íslenskra sveitarfélaga sem eru aðili að rammasamningnum birtu 24. apríl síðastliðinn umsögn um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar að fjármálaáætlun næstu ára. Í umsögninni segir að um sé að ræða „fullkominn forsendubrest“ þar sem rammasamningurinn er „verulega vanfjármagnaður“ og nauðsynlegt sé að hækka stofnframlög umtalsvert. Fram kemur í umsögninni að til að efna samninginn þyrftu stofnframlög að vera samtals 44 milljarðar króna næstu fimm árin og lánveitingar 188 milljarðar. Í fjármálaáætluninni sé hins vegar aðeins gert ráð fyrir stofnframlögum í heild að fjárhæð 18,7 milljörðum og að veitt verði lán upp á 20 milljarða á ári. „Verði þessi reyndin blasir við að íbúðaþörf næstu ára verði alls ekki fullnægt með fyrirsjáanlegum áhrifum á íbúðaverð og þar með verðbólgu,“ segir undir lok umsagnarinnar. „Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á því í fyrri umræðu um fjármálaáætlun þann 31. mars síðastliðinn að rammasamningurinn væri vanfjármagnaður og að ríkið væri að senda skaðleg skilaboð til sveitarfélaga, uppbyggingaraðila og fólksins í landinu. „Blekið er varla þornað af rammasamkomulaginu og ríkisstjórnin virðist bara strax búin að gefast upp. Var þetta bara enn eitt Framsóknarblöffið í húsnæðismálum, enn eitt dæmið um að blásið sé í herlúðra sem reynist svo engin innstæða fyrir?“ sagði hann í ræðu sinni. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur svarað því til að ekki sé raunhæft að samningsmarkmið um íbúðauppbyggingu á samfélagslegum forsendum verði uppfyllt fyrr en eftir nokkur ár. „Þessi markmið um 4.000 íbúðir og allt að 35% íbúða, þ.e. 30% sem eru þá byggðar sem almennar íbúðir eða með hlutdeildarlánum og svo 5% að auki í félagslega kerfinu sem gerir um 1.400 íbúðir — við sjáum ekki fram á að við náum þessu að fullu fyrr en kannski 2026 eða 2027,“ sagði hann í umræðum um fjármálaáætlun 17. apríl síðastliðinn. „Við teljum okkur í dag vera nægjanlega fjármögnuð með þessa 4 milljarða í stofnframlögum í ár og næsta ár til að geta byggt það sem einfaldlega verður raunhæft að geta byggt.“ Í stað þeirra 1.200 hagkvæmu íbúða sem var talað um í samningnum sé því frekar um 400 íbúðir að ræða.
Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Tengdar fréttir Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00 Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask. 6. janúar 2023 23:00
Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19
Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent