Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 19:18 Frá glugga á umræddri íbúð. Ekki hefur verið búið í íbúðinni síðan 2020. Vísir/Arnar Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“ Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“
Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira