Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 07:19 Carlson þykist greinilega vera maður sannleikans en smáskilaboð hans leiddu í ljós að það hefur ekki farið saman það sem hann segir í samtölum og það sem hann segir á skjánum. Getty/Icon Sportswire/Rich Graessle Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira