Arteta: Leikurinn gegn City mun ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 11:31 Mikel Arteta hefur gert frábæra hluti með Arsenal í vetur en prófin verða ekki stærri en það sem bíður liðsins í kvöld. Getty/Julian Finney Flestir líta á leik Manchester City og Arsenal í kvöld sem úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn í ár. Knattspyrnustjóri Arsenal er þó ekki á því að þessi leikur ráði endanlega úrslitum. Arsenal er búið að gera jafntefli í þremur leikjum í röð og forskot liðsins á Manchester City er nú fimm stig, City-menn eru með þetta í sínum höndum því þeir eiga tvo leiki inni. Mikel Arteta insists Arsenal's trip to face Man City is not a Premier League title decider, but concedes his side now have to be perfect in order to stay top of the table... pic.twitter.com/9gAsCsK0Xj— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 25, 2023 Stórleikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Manchester City þar sem Arsenal hefur ekki fagnað sigri síðan í janúar 2015. City sló Arsenal út úr enska bikarnum í janúar og er á svaka skriði með ellefu sigra í síðustu tólf leikjum. „Við vissum það frá byrjun að City væri liðið sem við þyrftum að vinna alveg eins og Liverpool vegna þess hvað þessi tvö lið hafa afrekað undanfarin ár,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við vildum loka bilinu á milli okkar og þeirra og sýna að við getum keppt við þá um titilinn. Við vissum að við þyrftum að fara á Etihad en vitum líka að eftir það bíða okkar fimm erfiðir leikir. Við vitum að leikurinn í kvöld verður risastór leikur en mun hann skilgreina tímabilið okkar. Svarið við því er nei,“ sagði Arteta. Arteta er á því að Man City-Arsenal leikurinn muni ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni því mikið eigi eftir að gerast á lokasprettinum. „Allir mótherjar krefjast mismunandi hluta af þér en gefa um leið mismunandi tækifæri. Það er engin breyting á því með City en auðvitað eru gæðin í liðin eins mikil og þau finnast í heiminum,“ sagði Arteta. Arteta er að reyna að létta pressunni af sínum mönnum sem hafa litið út fyrir það í síðustu leikjum að þeir séu að fara á taugum. Í tveimur af þessum jafnteflum hefur liðið misst niður tveggja marka forystu og í síðasta leik byrjaði liðið hörmulega. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Arsenal er búið að gera jafntefli í þremur leikjum í röð og forskot liðsins á Manchester City er nú fimm stig, City-menn eru með þetta í sínum höndum því þeir eiga tvo leiki inni. Mikel Arteta insists Arsenal's trip to face Man City is not a Premier League title decider, but concedes his side now have to be perfect in order to stay top of the table... pic.twitter.com/9gAsCsK0Xj— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 25, 2023 Stórleikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Manchester City þar sem Arsenal hefur ekki fagnað sigri síðan í janúar 2015. City sló Arsenal út úr enska bikarnum í janúar og er á svaka skriði með ellefu sigra í síðustu tólf leikjum. „Við vissum það frá byrjun að City væri liðið sem við þyrftum að vinna alveg eins og Liverpool vegna þess hvað þessi tvö lið hafa afrekað undanfarin ár,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við vildum loka bilinu á milli okkar og þeirra og sýna að við getum keppt við þá um titilinn. Við vissum að við þyrftum að fara á Etihad en vitum líka að eftir það bíða okkar fimm erfiðir leikir. Við vitum að leikurinn í kvöld verður risastór leikur en mun hann skilgreina tímabilið okkar. Svarið við því er nei,“ sagði Arteta. Arteta er á því að Man City-Arsenal leikurinn muni ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni því mikið eigi eftir að gerast á lokasprettinum. „Allir mótherjar krefjast mismunandi hluta af þér en gefa um leið mismunandi tækifæri. Það er engin breyting á því með City en auðvitað eru gæðin í liðin eins mikil og þau finnast í heiminum,“ sagði Arteta. Arteta er að reyna að létta pressunni af sínum mönnum sem hafa litið út fyrir það í síðustu leikjum að þeir séu að fara á taugum. Í tveimur af þessum jafnteflum hefur liðið misst niður tveggja marka forystu og í síðasta leik byrjaði liðið hörmulega.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira