Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2023 22:31 Sigrún Sigurðardóttir er í stjórn Geðhjálpar. sigurjón ólason Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00