Frá þessu greinir FÍN á Facebook. Þar segir að samningurinn taki gildi, ef félagsmenn samþykkja hann, frá og með 1. apríl síðastliðnum og gildi til 31. mars 2024. Um sé að ræða skammtímasamning ásamt verkáætlun sem unnin verði á samningstímabilinu. Ramminn að launahækkunum kjarasamningsins var þá unninn á borði heildarbandalaga á opinberum markaði.
Einungis var samið um launalið, desember- og orlofsuppbót, en aðrir liðir verði ræddir á þessu samningstímabili.