„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2023 13:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. vísir/egill Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hefur fengið talsvert harða gagnrýni síðustu daga í tengslum við leitina að nýjum landsliðsþjálfara sem hefur tekið sinn tíma. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Guðmund er Dagur Sigurðsson. Hann var sá fyrsti sem forkóflar HSÍ ræddu við eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari. Dagur heyrði hins vegar ekkert meira frá HSÍ eftir fundinn fyrir nokkrum vikum og í viðtali við Vísi gagnrýndi hann formann og framkvæmdastjóra HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi. Góðvinur Dags, Ólafur Stefánsson, var til viðtals í Handkastinu þar sem hann ræddi meðal annars um leitina að nýjum landsliðsþjálfara og hvernig formaður HSÍ ætti að beita sér í henni. „Ef hann er alvöru stjórnandi og nýtir sína stöðu rétt á hann að taka púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna. Þegar kemur að landsliði, ef þú ert hræddur við einhverja stærð, Dagur er ekkert auðveldur. Það getur vel verið að þú fáir ekki að spila fótboltann í upphitun og hvað? Þú verður að fara út fyrir sjálfan þig og hugsa hvað er best,“ sagði Ólafur. „Svo þarftu að spyrja þig enn flóknari spurningar, sem er: er ég nógu góður? Veit ég nógu mikið um handbolta til að vita hvað er best? Og ef ég veit það ekki er eins gott að ég finni réttu gæjana í kringum mig og við vitum að stjórnandi er alltaf dæmdur af þeim sem hann hefur í kringum sig. Auðvitað eru sett spurningarmerki hverja hann er með í kringum sig. Vita þeir um handbolta? Hafa þeir lent í öllu sjittinu? Þú þarft alltaf að lenda í sjittinu til að verða betri, halda áfram.“ Ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í Ólafur segir nauðsynlegt að vanda til verka þegar kemur að leitinni að landsliðsþjálfara og taka hlutina föstum tökum. „Þetta er ekki bara heitur pottur sem þú dandalast í. Þetta er fokking stríð. Ef þú ætlar að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit er það ekkert gert í einhverju híhí haha. Það þarf allt að stemma. Þú þarft að vera með að minnsta kosti sjö stríðsmenn sem eru snargeðveikir og vita af hverju þeir eru að þessu. Og snargeðveikan þjálfara líka. Gummi er þó með það. Það er enginn jafn ástríðufullur og vinnusamur en hann. Þegar kemur að landsliði verðurðu að fara út fyrir allt svona,“ sagði Ólafur. „Þú átt að nota söguna, spyrja. Farðu í Tobba Jens. Farðu í þennan. Safnaðu upplýsingum og reyndu að komast að því. Ef þú ert ekki með þekkinguna sjálfur. Þú verður að vita hvað það er að vera landsliðsmaður og hafa tapað fullt af hlutum, náð fullt af hlutum. Þú þarft að vita hvaða karakter þú ert að fara að ráða. Þetta er ekki léttvægt.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um formann HSÍ hefst á 25:00.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira