Don Lemon rekinn frá CNN Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 18:41 Don Lemon starfar ekki lengur hjá CNN eftir sautján ára starfsferil hjá fréttastöðinni. Getty/Dominik Bindl Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira