Gestir þáttarins í gær voru þau Ásgeir Trausti, Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Ebbi Benediktsson.
Ásgeir Trausti var staddur í París þegar Fannar hitti á tónlistarmanninn og á miðju tónleikaferðalagi um Evrópu. Ásgeir býr allan tímann í hljómsveitarrútu og segir að slíkt líferni geti verið mjög einkennilegt.
Að sofna í einu landi og vakna í öðru getur verið einstaklega skrýtið eins og hann talar sjálfur um.
„Ég vaknaði til að mynda í gær í Eindhoven í Hollandi og steig út úr rútunni og þá vorum við algjörlega í miðbænum og fólk út um allt og ég var alveg vel ruglaður. Ég þurfti að taka tíma til að átta mig og hugsa, hvar er ég?“ segir Ásgeir en hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.