Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 10:31 Eigendurnir og Phil Parkinson, þjálfari liðsins. Wrexham Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. Leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds fjárfestu í Wrexham fyrir síðasta tímabil. Það tímabil endaði með tárum þegar liðið féll úr leik í umspili E-deildar og komst því ekki upp um deild. Í ár endaði það hins vegar með gleðitárum en um helgina tryggði Wrexham sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 45 ár. Fagnaðarlætin eftir 3-1 sigur á Boreham Wood voru gríðarleg enda hafði liðið verið fast í E-deildina lengur en elstu menn muna. Eftir leik brá hinn geðþekki Ryan Reynolds á leik en hann mætti inn á blaðamannafund þar sem Ben Foster, markvörður liðsins, og Elliott Lett, annar af markaskorum dagsins, sátu. „Foster, Foster, treyjuna núna,“ sagði Reynolds áður en hann spurði Elliott hvort hann væri í einhverju undir treyjunni. Elliott játti því og Reynolds sagði honum þá að rífa sig úr. Foster benti á að treyjan hans væri afar illa lyktandi en Reynolds, sem er þekktur fyrir beittan húmor, kippti sér lítið upp fyrir það. Aðspurður hvort hann ætlaði að selja treyjurnar á eBay sagði Reynolds einfaldlega að fólk í kvikmyndagerðarbransanum gæti einnig lent í erfiðleikum. Hann óskaði leikmönnunum svo til hamingju og yfirgaf blaðamannafundinn. Hvort Reynolds stefni á að hengja treyjurnar upp heima hjá sér eða selja þær á eBay hefur ekki enn komið fram. Mögulega stefnir hann á að fjármagna leikmannakaup sumarsins með því að selja þær á uppboði. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds fjárfestu í Wrexham fyrir síðasta tímabil. Það tímabil endaði með tárum þegar liðið féll úr leik í umspili E-deildar og komst því ekki upp um deild. Í ár endaði það hins vegar með gleðitárum en um helgina tryggði Wrexham sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 45 ár. Fagnaðarlætin eftir 3-1 sigur á Boreham Wood voru gríðarleg enda hafði liðið verið fast í E-deildina lengur en elstu menn muna. Eftir leik brá hinn geðþekki Ryan Reynolds á leik en hann mætti inn á blaðamannafund þar sem Ben Foster, markvörður liðsins, og Elliott Lett, annar af markaskorum dagsins, sátu. „Foster, Foster, treyjuna núna,“ sagði Reynolds áður en hann spurði Elliott hvort hann væri í einhverju undir treyjunni. Elliott játti því og Reynolds sagði honum þá að rífa sig úr. Foster benti á að treyjan hans væri afar illa lyktandi en Reynolds, sem er þekktur fyrir beittan húmor, kippti sér lítið upp fyrir það. Aðspurður hvort hann ætlaði að selja treyjurnar á eBay sagði Reynolds einfaldlega að fólk í kvikmyndagerðarbransanum gæti einnig lent í erfiðleikum. Hann óskaði leikmönnunum svo til hamingju og yfirgaf blaðamannafundinn. Hvort Reynolds stefni á að hengja treyjurnar upp heima hjá sér eða selja þær á eBay hefur ekki enn komið fram. Mögulega stefnir hann á að fjármagna leikmannakaup sumarsins með því að selja þær á uppboði. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira