Fótbolti

Dag­ný og stöllur biðu af­hroð gegn Manchester City

Aron Guðmundsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir í leik með West Ham United
Dagný Brynjarsdóttir í leik með West Ham United Visir/Getty

Ís­lenska at­vinnu- og lands­liðs­konan í knatt­spyrnu, Dag­ný Brynjars­dóttir, var í byrjunar­liði West Ham United sem stein­lá gegn Manchester City í efstu deild Eng­lands í dag. Loka­tölur 6-2 sigur Manchester City.

Það var fljótt ljóst í hvað stefndi því strax eftir sjö mínútur var Chloe Kel­ly búin að pota inn tveimur mörkum fyrir Manchester City.

Emma Sner­le náði hins vegar fljót­lega að klóra í bakkann fyrir West Ham United með marki á 11. mínútu en því svaraði Manchester City með marki frá Lauru Coombs.

Staðan orðin 3-1 fyrir Manchester City þegar flautað var til leiks­loka.

Svipuð staða var upp á teningnum í seinni hálf­leik. Khadi­ja Shaw bætti við fjórða marki Manchester City á 63. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Stephani­e Houg­hton við fimmta marki þeirra blá­klæddu.

Lisa Evans náði að minnka muninn fyrir West Ham með marki á 73. mínútu en á 82. mínútu rak Mary Fowler, leik­maður Manchester City, síðasta naglann í kistu West Ham United með sjötta marki City.

Loka­tölur því 6-2 sigur Manchester City og kemur sigurinn liðinu upp í 2. sæti ensku deildarinnar þar sem það situr með þremur stigum minna en topp­lið Manchester United.

West Ham United er sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×