Napoli með níu fingur á titlinum eftir sigur á Juventus Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2023 20:56 Það var hart barist á Allianz leikvanginum í kvöld Vísir/Getty Það er fátt sem getur komið í veg fyrir að Napólí standi uppi sem ítalskur meistari en liðið vann í kvöld dramatískan sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. Juventus mætti til leiks í betri stöðu en oft áður í ítölsku úrvalsdeildinni en 15 stiga refsing sem liðið hafði áður fengið í ítölsku úrvalsdeildinni var á dögunum dregin til baka. Liðið skaust því upp í 3. sæti deildarinnar og sat þar með 59 stig fyrir leik kvöldsins gegn Napoli. Það virtist allt stefna í markalaust jafntefli á Allianz leikvanginum í kvöld þegar að uppbótatími venjulegs leiktíma rann í garð. Gestirnir frá Napólí, sem hafa farið á kostum á yfirstandandi tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni, áttu hins vegar eftir einn ás uppi í ermi sinni. Á þriðju mínútu uppbótatímans, sem taldi alls sex mínútur, tóks Giacomo Raspadori að skora markið mikilvæga fyrir Napólí sem tryggði þeim sigur og stigin þrjú sem í boði voru. Markið skoraði hann eftir stoðsendingu frá Eljif Elmas. Sigurinn gerir það að verkum að Napólí situr eitt á auðum sjó á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með 78 stig þegar að 31 umferð hefur verið leikin. Sautján stig skilja á milli Napólí og Lazio sem situr í 2. sæti deildarinnar. Juventus er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar með 59 stig. Enn er tölfræðilegur möguleiki á því að önnur lið geti skákað Napólí í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en ekki er hægt að líta fram hjá því að þeir bláklæddu eru í afar góðri stöðu þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Juventus mætti til leiks í betri stöðu en oft áður í ítölsku úrvalsdeildinni en 15 stiga refsing sem liðið hafði áður fengið í ítölsku úrvalsdeildinni var á dögunum dregin til baka. Liðið skaust því upp í 3. sæti deildarinnar og sat þar með 59 stig fyrir leik kvöldsins gegn Napoli. Það virtist allt stefna í markalaust jafntefli á Allianz leikvanginum í kvöld þegar að uppbótatími venjulegs leiktíma rann í garð. Gestirnir frá Napólí, sem hafa farið á kostum á yfirstandandi tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni, áttu hins vegar eftir einn ás uppi í ermi sinni. Á þriðju mínútu uppbótatímans, sem taldi alls sex mínútur, tóks Giacomo Raspadori að skora markið mikilvæga fyrir Napólí sem tryggði þeim sigur og stigin þrjú sem í boði voru. Markið skoraði hann eftir stoðsendingu frá Eljif Elmas. Sigurinn gerir það að verkum að Napólí situr eitt á auðum sjó á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með 78 stig þegar að 31 umferð hefur verið leikin. Sautján stig skilja á milli Napólí og Lazio sem situr í 2. sæti deildarinnar. Juventus er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar með 59 stig. Enn er tölfræðilegur möguleiki á því að önnur lið geti skákað Napólí í baráttunni um ítalska meistaratitilinn en ekki er hægt að líta fram hjá því að þeir bláklæddu eru í afar góðri stöðu þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira