Berge staðfestir áhuga frá Íslandi en Krickau vill ekki tjá sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 14:25 Christian Berge gæti orðið næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Christian Berge, þjálfari norska verðandi ofurliðsins Kolstad, hefur staðfest þann orðróm að hann sé á blaði HSÍ yfir mögulega landsliðsþjálfara Íslands í handbolta. Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um málið. Leit að eftirmanni Guðmundar Guðmundssonar stendur enn yfir eftir að leiðir hans við íslenska landsliðið skildu í febrúar fyrr á þessu ári. Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, sagði frá því á Twitter-síðu sinni í gær að hávær orðrómur væri í gangi um það að Berge væri líklegur kandídat og að Krickau gæti orðið aðstoðarmaður hans. Það eru virkilega háværar sögusagnirnar um það síðustu daga að Christian Berge verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari Íslands. Meiri segja segir sagan það að Guðmundur B. Ólafsson sást fljúga til Danmerkur um miðju viku. Nicolej Krickau þjálfari GOG er orðaður í teymið með Berge. pic.twitter.com/DCYHq3Djfb— Arnar Daði (@arnardadi) April 22, 2023 Berge hefur nú staðfest það í samtali við Adressa.no að áhugi sé frá Íslandi, en eins og áður segir er hann nú þjálfari norsku bikar- og deildarmeistaranna í Kolstad. Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru leikmenn Kolstad. Berge var um árabil þjálfari norksa landsliðsins í handbolta, en hann þjálfaði liðið frá 2014 til 2022. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til silfurverðlauna á HM í tvígagn (2017 og 2019) og bronsverðlauna á EM einu sinni (2020). Hins vegar vildi Daninn Nikolej Krickau ekki tjá sig um orðróminn um að hann gæti komið inn í þjálfarateymi Berge ef sá norski myndi taka við íslenska landsliðinu í samtali við TV2. Krickau er aðeins 36 ára gamall, en þrátt fyrir það nokkuð reynslumikill þjálfari. Hann tók við danska liðinu Skanderborg árið 2013 og stýrði liðinu i fjögur ár áður en hann tók við GOG þar sem hann er enn í starfi. Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Leit að eftirmanni Guðmundar Guðmundssonar stendur enn yfir eftir að leiðir hans við íslenska landsliðið skildu í febrúar fyrr á þessu ári. Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, sagði frá því á Twitter-síðu sinni í gær að hávær orðrómur væri í gangi um það að Berge væri líklegur kandídat og að Krickau gæti orðið aðstoðarmaður hans. Það eru virkilega háværar sögusagnirnar um það síðustu daga að Christian Berge verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari Íslands. Meiri segja segir sagan það að Guðmundur B. Ólafsson sást fljúga til Danmerkur um miðju viku. Nicolej Krickau þjálfari GOG er orðaður í teymið með Berge. pic.twitter.com/DCYHq3Djfb— Arnar Daði (@arnardadi) April 22, 2023 Berge hefur nú staðfest það í samtali við Adressa.no að áhugi sé frá Íslandi, en eins og áður segir er hann nú þjálfari norsku bikar- og deildarmeistaranna í Kolstad. Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru leikmenn Kolstad. Berge var um árabil þjálfari norksa landsliðsins í handbolta, en hann þjálfaði liðið frá 2014 til 2022. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til silfurverðlauna á HM í tvígagn (2017 og 2019) og bronsverðlauna á EM einu sinni (2020). Hins vegar vildi Daninn Nikolej Krickau ekki tjá sig um orðróminn um að hann gæti komið inn í þjálfarateymi Berge ef sá norski myndi taka við íslenska landsliðinu í samtali við TV2. Krickau er aðeins 36 ára gamall, en þrátt fyrir það nokkuð reynslumikill þjálfari. Hann tók við danska liðinu Skanderborg árið 2013 og stýrði liðinu i fjögur ár áður en hann tók við GOG þar sem hann er enn í starfi.
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira