„Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 11:30 Patrekur Jóhannesson verður áfram þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að handknattleiksdeild Stjörnunnar sé búin að missa sinn stærsta styrktaraðila, TM, er engan bilbug á Garðbæingum að finna. Patrekur Jóhannesson lofar sterku Stjörnuliði á næsta tímabili þótt það verði líklega aðeins yngra en oft áður. Stjarnan féll úr leik fyrir ÍBV, 2-0, í átta liða úrslitum eftir að hafa endað í 6. sæti Olís-deildar karla. Stjörnumenn komust einnig í undanúrslit Powerade-bikarsins. Ljóst er að Stjarnan hefur misst sinn aðalstyrktaraðila, TM, sem íþróttahús félagsins í Mýrinni hefur heitið eftir. Þrátt fyrir það segir Patrekur að Stjörnumenn ætli ekki að gefa neinn afslátt af því að tefla fram sterku liði á næsta tímabili. „Það er ljóst að við þurfum að endurskipuleggja og erum að vinna í því. Það verða einhverjar breytingar og það eru yngri leikmenn að koma upp. Við förum yfir stöðuna og finnum lausnir. Við verðum áfram með sterkt lið,“ sagði Patrekur við Vísi í dag. Ljóst er að Brynjar Hólm Grétarsson verður ekki með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem hann er að flytja aftur til Akureyrar. Þá liggja nokkrir eldri leikmenn liðsins undir feldi og íhuga framtíð sína. „Það kemur í ljós. Þetta eru flottir strákar og miklir karakterar. Við verðum kannski með aðeins yngra lið. Maður sá í leikjunum gegn ÍBV þegar það komu nokkrir ungir leikmenn beittir inn í liðið. Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári,“ sagði Patrekur. Hergeir Grímsson tekinn föstum tökum af Eyjamönnum.vísir/hulda margrét Hann tók við Stjörnunni í annað sinn 2020. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn komust Garðbæingar í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn en síðustu tvö tímabil hafa þeir fallið úr leik fyrir Eyjamönnum í átta liða úrslitum. „Þessi hópur braut þennan múr og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Við höfum líka komist tvisvar sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar. Okkur vantar kannski aðeins meiri stöðugleika. Við gátum unnið bestu liðin með mesta fjármagnið en gáfum lent í vandræðum með liðin í neðri hlutanum. Við höldum áfram, það er allt annað að sjá umgjörðina og höllina og við verðum áfram með flott lið,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Stjarnan féll úr leik fyrir ÍBV, 2-0, í átta liða úrslitum eftir að hafa endað í 6. sæti Olís-deildar karla. Stjörnumenn komust einnig í undanúrslit Powerade-bikarsins. Ljóst er að Stjarnan hefur misst sinn aðalstyrktaraðila, TM, sem íþróttahús félagsins í Mýrinni hefur heitið eftir. Þrátt fyrir það segir Patrekur að Stjörnumenn ætli ekki að gefa neinn afslátt af því að tefla fram sterku liði á næsta tímabili. „Það er ljóst að við þurfum að endurskipuleggja og erum að vinna í því. Það verða einhverjar breytingar og það eru yngri leikmenn að koma upp. Við förum yfir stöðuna og finnum lausnir. Við verðum áfram með sterkt lið,“ sagði Patrekur við Vísi í dag. Ljóst er að Brynjar Hólm Grétarsson verður ekki með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem hann er að flytja aftur til Akureyrar. Þá liggja nokkrir eldri leikmenn liðsins undir feldi og íhuga framtíð sína. „Það kemur í ljós. Þetta eru flottir strákar og miklir karakterar. Við verðum kannski með aðeins yngra lið. Maður sá í leikjunum gegn ÍBV þegar það komu nokkrir ungir leikmenn beittir inn í liðið. Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári,“ sagði Patrekur. Hergeir Grímsson tekinn föstum tökum af Eyjamönnum.vísir/hulda margrét Hann tók við Stjörnunni í annað sinn 2020. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn komust Garðbæingar í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn en síðustu tvö tímabil hafa þeir fallið úr leik fyrir Eyjamönnum í átta liða úrslitum. „Þessi hópur braut þennan múr og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Við höfum líka komist tvisvar sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar. Okkur vantar kannski aðeins meiri stöðugleika. Við gátum unnið bestu liðin með mesta fjármagnið en gáfum lent í vandræðum með liðin í neðri hlutanum. Við höldum áfram, það er allt annað að sjá umgjörðina og höllina og við verðum áfram með flott lið,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira