„Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 11:30 Patrekur Jóhannesson verður áfram þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að handknattleiksdeild Stjörnunnar sé búin að missa sinn stærsta styrktaraðila, TM, er engan bilbug á Garðbæingum að finna. Patrekur Jóhannesson lofar sterku Stjörnuliði á næsta tímabili þótt það verði líklega aðeins yngra en oft áður. Stjarnan féll úr leik fyrir ÍBV, 2-0, í átta liða úrslitum eftir að hafa endað í 6. sæti Olís-deildar karla. Stjörnumenn komust einnig í undanúrslit Powerade-bikarsins. Ljóst er að Stjarnan hefur misst sinn aðalstyrktaraðila, TM, sem íþróttahús félagsins í Mýrinni hefur heitið eftir. Þrátt fyrir það segir Patrekur að Stjörnumenn ætli ekki að gefa neinn afslátt af því að tefla fram sterku liði á næsta tímabili. „Það er ljóst að við þurfum að endurskipuleggja og erum að vinna í því. Það verða einhverjar breytingar og það eru yngri leikmenn að koma upp. Við förum yfir stöðuna og finnum lausnir. Við verðum áfram með sterkt lið,“ sagði Patrekur við Vísi í dag. Ljóst er að Brynjar Hólm Grétarsson verður ekki með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem hann er að flytja aftur til Akureyrar. Þá liggja nokkrir eldri leikmenn liðsins undir feldi og íhuga framtíð sína. „Það kemur í ljós. Þetta eru flottir strákar og miklir karakterar. Við verðum kannski með aðeins yngra lið. Maður sá í leikjunum gegn ÍBV þegar það komu nokkrir ungir leikmenn beittir inn í liðið. Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári,“ sagði Patrekur. Hergeir Grímsson tekinn föstum tökum af Eyjamönnum.vísir/hulda margrét Hann tók við Stjörnunni í annað sinn 2020. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn komust Garðbæingar í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn en síðustu tvö tímabil hafa þeir fallið úr leik fyrir Eyjamönnum í átta liða úrslitum. „Þessi hópur braut þennan múr og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Við höfum líka komist tvisvar sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar. Okkur vantar kannski aðeins meiri stöðugleika. Við gátum unnið bestu liðin með mesta fjármagnið en gáfum lent í vandræðum með liðin í neðri hlutanum. Við höldum áfram, það er allt annað að sjá umgjörðina og höllina og við verðum áfram með flott lið,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
Stjarnan féll úr leik fyrir ÍBV, 2-0, í átta liða úrslitum eftir að hafa endað í 6. sæti Olís-deildar karla. Stjörnumenn komust einnig í undanúrslit Powerade-bikarsins. Ljóst er að Stjarnan hefur misst sinn aðalstyrktaraðila, TM, sem íþróttahús félagsins í Mýrinni hefur heitið eftir. Þrátt fyrir það segir Patrekur að Stjörnumenn ætli ekki að gefa neinn afslátt af því að tefla fram sterku liði á næsta tímabili. „Það er ljóst að við þurfum að endurskipuleggja og erum að vinna í því. Það verða einhverjar breytingar og það eru yngri leikmenn að koma upp. Við förum yfir stöðuna og finnum lausnir. Við verðum áfram með sterkt lið,“ sagði Patrekur við Vísi í dag. Ljóst er að Brynjar Hólm Grétarsson verður ekki með Stjörnunni á næsta tímabili þar sem hann er að flytja aftur til Akureyrar. Þá liggja nokkrir eldri leikmenn liðsins undir feldi og íhuga framtíð sína. „Það kemur í ljós. Þetta eru flottir strákar og miklir karakterar. Við verðum kannski með aðeins yngra lið. Maður sá í leikjunum gegn ÍBV þegar það komu nokkrir ungir leikmenn beittir inn í liðið. Við gefumst aldrei upp í Garðabænum og mætum með flott lið á næsta ári,“ sagði Patrekur. Hergeir Grímsson tekinn föstum tökum af Eyjamönnum.vísir/hulda margrét Hann tók við Stjörnunni í annað sinn 2020. Á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn komust Garðbæingar í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn en síðustu tvö tímabil hafa þeir fallið úr leik fyrir Eyjamönnum í átta liða úrslitum. „Þessi hópur braut þennan múr og komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Við höfum líka komist tvisvar sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar. Okkur vantar kannski aðeins meiri stöðugleika. Við gátum unnið bestu liðin með mesta fjármagnið en gáfum lent í vandræðum með liðin í neðri hlutanum. Við höldum áfram, það er allt annað að sjá umgjörðina og höllina og við verðum áfram með flott lið,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira