Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Máni Snær Þorláksson skrifar 21. apríl 2023 09:39 Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Saga Sig Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listaháskólanum. Þar segir að Kristín sé ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára. Kristín lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007. Fyrir það hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Hún hefur leikstýrt um tuttugu sýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 til 2014. Árið 2008 var Kristín valin sem leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti en hún var einnig tilnefnd til sömu verðlauna árin 2010, 2012 og 2013. Ásamt því hefur hún einnig leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg við fjölda sýninga. Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020. „Undir hennar stjórn náði Borgarleikhúsið eftirtektarverðum árangri bæði listrænt og rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni. Aðsóknarmet í leikhúsið hafi verið slegin og leikhúsið hafi hlotið Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir sýningu ársins öll þau ár sem hún var leikhússtjóri. Nýverið lauk hún við fyrstu stuttmynd sína og hefur síðastliðin tvö ár verið að undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er komin vel á veg í þróun. Þá hefur hún gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum með stjórnarsetu og formennsku í ýmsum stjórnum og nefndum sem tengjast leiklist, menntun og útgáfu. Magnús Ragnarsson, stjórnarformaður Listaháskóla Íslands, segir það vera mikið ánægjuefni að kynna Kristínu sem komandi leiðtoga skólans. „Það er Listaháskólanum mikill fengur að hafa fengið svo öflugan stjórnanda og góðan listamann til að stýra næsta áfanga í starfi skólans,“ er haft eftir Magnúsi. „Stjórn skólans bíður Kristínu velkomna til starfa í haust og væntir mikils af samstarfinu næstu ár.” Skóla - og menntamál Menning Vistaskipti Háskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listaháskólanum. Þar segir að Kristín sé ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára. Kristín lauk meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007. Fyrir það hafði hún lokið BA námi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla árið 2002. Hún hefur leikstýrt um tuttugu sýningum í atvinnuleikhúsum og var fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008 til 2014. Árið 2008 var Kristín valin sem leikstjóri ársins á Grímunni fyrir sýninguna Sá ljóti en hún var einnig tilnefnd til sömu verðlauna árin 2010, 2012 og 2013. Ásamt því hefur hún einnig leikstýrt við Útvarpsleikhúsið og starfað sem dramatúrg við fjölda sýninga. Kristín var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2020. „Undir hennar stjórn náði Borgarleikhúsið eftirtektarverðum árangri bæði listrænt og rekstrarlega,“ segir í tilkynningunni. Aðsóknarmet í leikhúsið hafi verið slegin og leikhúsið hafi hlotið Grímuna, íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir sýningu ársins öll þau ár sem hún var leikhússtjóri. Nýverið lauk hún við fyrstu stuttmynd sína og hefur síðastliðin tvö ár verið að undirbúa sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er komin vel á veg í þróun. Þá hefur hún gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum með stjórnarsetu og formennsku í ýmsum stjórnum og nefndum sem tengjast leiklist, menntun og útgáfu. Magnús Ragnarsson, stjórnarformaður Listaháskóla Íslands, segir það vera mikið ánægjuefni að kynna Kristínu sem komandi leiðtoga skólans. „Það er Listaháskólanum mikill fengur að hafa fengið svo öflugan stjórnanda og góðan listamann til að stýra næsta áfanga í starfi skólans,“ er haft eftir Magnúsi. „Stjórn skólans bíður Kristínu velkomna til starfa í haust og væntir mikils af samstarfinu næstu ár.”
Skóla - og menntamál Menning Vistaskipti Háskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira