„Ég myndi horfa á það hvað er að gerast á bak við skjáinn“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2023 08:46 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, telur það ekki aðalatriði fyrir foreldra að fylgjast með klukkustundum í skjátíma hjá börnum í snjallsímum á degi hverjum, heldur mun frekar hvað börnin eru að gera í símunum. Sjá má viðtal við Hilmar í innslaginu hér að ofan þar sem hann ræðir þetta atriði og nýja stóra erlenda fjárfestingu í verkefni á vegum fyrirtækisins. Sú umræða er bæði gömul og ný, hvort stafræn tækni og snjallsímar séu að ná óeðlilegum heljartökum á ungdómi landsins. Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP, skrifaði á dögunum færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli, en þar gagnrýndi hann harðlega hvernig Íslendingar hafa haldið á málum þegar kemur að því að hleypa snjallsímum svo greiðlega inn í líf barnanna. Hilmar Veigar Pétursson hefur verið forstjóri CCP í nær tvo áratugi.mynd/halldóra ólafs Spurður út í snjalltækjaþróunina hjá ungu fólki segir Hilmar Veigar forstjóri að það skipti máli að gera skýran greinarmun á því þegar krakkarnir eru að leika sér í tölvuleikjum og því þegar þeir liggja á samfélagsmiðlum sem mata þá af efni. Minecraft, sem dæmi, geti verið heilnæm upplifun fyrir börn þar sem unnið er í sameiningu að tilteknu markmiði, en samfélagsmiðlar hafi snúist upp í andhverfu sína. „Leikur í grunninn til er aðferð til að læra. Það er bara aðferð eiginlega allra spendýra til að læra. Þannig að ef krakkarnir eru að leika sér í tölvunni eða símanum, sérstaklega með öðrum, þá myndi ég horfa öðruvísi á það en ef þau eru bara að taka við einhvers konar mötun,“ segir Hilmar. „Þar má horfa á þessa samfélagsmiðla, sem eru að einhverju leyti orðnir andsamfélagsmiðlar. Þetta voru aðferð til að eiga samskipti við fólk, en eru núna orðin aðferð til að neyta efnis. Þar ert þú ekki að taka neinar ákvarðanir, heldur er efnið matað ofan í þig af gervigreind sem hefur lært á þig og veit hvernig á að halda þér í transi við símann. Þú ert hvorki að taka ákvarðanir, né læra mikið, né leika þér með öðrum. Þannig að ég myndi horfa á það hvað er að gerast bak við skjáinn.“ Fjarskipti Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00 Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Sú umræða er bæði gömul og ný, hvort stafræn tækni og snjallsímar séu að ná óeðlilegum heljartökum á ungdómi landsins. Tryggvi Hjaltason, sérfræðingur hjá CCP, skrifaði á dögunum færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli, en þar gagnrýndi hann harðlega hvernig Íslendingar hafa haldið á málum þegar kemur að því að hleypa snjallsímum svo greiðlega inn í líf barnanna. Hilmar Veigar Pétursson hefur verið forstjóri CCP í nær tvo áratugi.mynd/halldóra ólafs Spurður út í snjalltækjaþróunina hjá ungu fólki segir Hilmar Veigar forstjóri að það skipti máli að gera skýran greinarmun á því þegar krakkarnir eru að leika sér í tölvuleikjum og því þegar þeir liggja á samfélagsmiðlum sem mata þá af efni. Minecraft, sem dæmi, geti verið heilnæm upplifun fyrir börn þar sem unnið er í sameiningu að tilteknu markmiði, en samfélagsmiðlar hafi snúist upp í andhverfu sína. „Leikur í grunninn til er aðferð til að læra. Það er bara aðferð eiginlega allra spendýra til að læra. Þannig að ef krakkarnir eru að leika sér í tölvunni eða símanum, sérstaklega með öðrum, þá myndi ég horfa öðruvísi á það en ef þau eru bara að taka við einhvers konar mötun,“ segir Hilmar. „Þar má horfa á þessa samfélagsmiðla, sem eru að einhverju leyti orðnir andsamfélagsmiðlar. Þetta voru aðferð til að eiga samskipti við fólk, en eru núna orðin aðferð til að neyta efnis. Þar ert þú ekki að taka neinar ákvarðanir, heldur er efnið matað ofan í þig af gervigreind sem hefur lært á þig og veit hvernig á að halda þér í transi við símann. Þú ert hvorki að taka ákvarðanir, né læra mikið, né leika þér með öðrum. Þannig að ég myndi horfa á það hvað er að gerast bak við skjáinn.“
Fjarskipti Samfélagsmiðlar TikTok Tengdar fréttir Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00 Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Heilbrigðari notkun á samfélagsmiðlum Það er orðið skelfilega augljóst að tæknin okkar hefur farið fram úr mannkyninu” - Albert Einstein. 3. apríl 2023 07:00
Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag „Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það? 28. mars 2023 11:31