Nígerískt undur skaut Flensburg í kaf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2023 16:01 Yusuf Faruk skoraði tíu mörk í fræknum sigri Granollers á Flensburg í Flens-Arena í gær. Spænska liðið Granollers kom flestum á óvart með því að slá Flensburg úr leik í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta karla í gær. Granollers tapaði fyrri leiknum gegn Flensburg, 30-31, en gerði sér lítið fyrir og vann þann seinni í gær, 27-35. Granollers vann einvígið, 65-58 samanlagt, og er þar með komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Flensburg komst aldrei yfir í leiknum og var í miklum vandræðum með sprækt lið Granollers. Svo fór að Spánverjarnir unnu átta marka sigur. Þetta var stærsta tap Flensburg á heimavelli í Evrópukeppni í tólf ár, eða síðan liðið tapaði 38-24 fyrir Ciudad Real 2011. Markahæsti leikmaður Granollers og vallarins var Yusuf Faruk. Hann skoraði tíu mörk úr tólf skotum. Eitt þeirra, sem Faruk skoraði með frábæru undirhandarskoti, má sjá hér fyrir neðan. Os proponemos un reto: ¡Es totalmente IMPOSIBLE! @YUSUFFARUK171 #Hispanos #Balonmano #EHFEL @BMGranollers pic.twitter.com/orOtHBoapH— RFEBalonmano (@RFEBalonmano) April 19, 2023 Faruk þessi er nítján ára hægri skytta frá Nígeríu. Hann er samningsbundinn Kielce í Póllandi en er í láni hjá Granollers. Þessi gríðarlega efnilegi leikmaður hefur skorað 65 mörk í Evrópudeildinni í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Granollers gegn Flensburg var hinn 39 ára Antonio García. Hann gerði átta mörk og þeir Faruk voru samtals með átján af 35 mörkum spænska liðsins. Rangel Luan da Rosa varði vel í marki Granollers, alls fimmtán skot (37,5 prósent). Auk Granollers eru Göppingen, Füchse Berlin og Montpellier komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Úrslitahelgi hennar fer fram í Flensburg 27.-28. maí. Dregið verður í undanúrslitin á morgun. Evrópudeild karla í handbolta Spænski handboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Granollers tapaði fyrri leiknum gegn Flensburg, 30-31, en gerði sér lítið fyrir og vann þann seinni í gær, 27-35. Granollers vann einvígið, 65-58 samanlagt, og er þar með komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Flensburg komst aldrei yfir í leiknum og var í miklum vandræðum með sprækt lið Granollers. Svo fór að Spánverjarnir unnu átta marka sigur. Þetta var stærsta tap Flensburg á heimavelli í Evrópukeppni í tólf ár, eða síðan liðið tapaði 38-24 fyrir Ciudad Real 2011. Markahæsti leikmaður Granollers og vallarins var Yusuf Faruk. Hann skoraði tíu mörk úr tólf skotum. Eitt þeirra, sem Faruk skoraði með frábæru undirhandarskoti, má sjá hér fyrir neðan. Os proponemos un reto: ¡Es totalmente IMPOSIBLE! @YUSUFFARUK171 #Hispanos #Balonmano #EHFEL @BMGranollers pic.twitter.com/orOtHBoapH— RFEBalonmano (@RFEBalonmano) April 19, 2023 Faruk þessi er nítján ára hægri skytta frá Nígeríu. Hann er samningsbundinn Kielce í Póllandi en er í láni hjá Granollers. Þessi gríðarlega efnilegi leikmaður hefur skorað 65 mörk í Evrópudeildinni í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Granollers gegn Flensburg var hinn 39 ára Antonio García. Hann gerði átta mörk og þeir Faruk voru samtals með átján af 35 mörkum spænska liðsins. Rangel Luan da Rosa varði vel í marki Granollers, alls fimmtán skot (37,5 prósent). Auk Granollers eru Göppingen, Füchse Berlin og Montpellier komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Úrslitahelgi hennar fer fram í Flensburg 27.-28. maí. Dregið verður í undanúrslitin á morgun.
Evrópudeild karla í handbolta Spænski handboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira