Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald
![Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu.](https://www.visir.is/i/124CB6987F3209B0D2F9E6375070DFCE3E9D569B429AC0A482856E517CF8E197_713x0.jpg)
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið.