Sýndum styrk í því hvernig við komum hér í dag og spiluðum Kári Mímisson skrifar 17. apríl 2023 23:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin með bikarinn að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög stolt af liðinu í dag. Nokkrir í hópnum eru að koma til baka úr meiðslum og við sýndum styrk í því hvernig við komum hér í dag og spiluðum í mínum huga mjög góðan leik,“ sagði sigursæl Erin Mcleod eftir að hafa tryggt Stjörnunni sigur í Meistarakeppni KSÍ nú í kvöld. Leikurinn endaði 0-0 og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni þar sem Erin varði síðustu spyrnu leiksins frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur. En hvernig metur Erin stöðuna á liðinu nú þegar aðeins átta dagar eru í að Besta deild kvenna hefjist? „Við erum enn í undirbúningstímabils gírnum þannig við erum að gera mistök og læra. Á sama tíma erum við að vaxa sem er spennandi og að sigra er það auðvitað líka. Við þurfum enn að vaxa meira sem lið og vera stabílli. Það eru enn nokkrir hlutir sem við þurfum að vinna að fyrir sumarið eins og að spila úr vörninni og geta aðlagast taktískt betur.“ Erin flýgur um háloftin.Vísir/Hulda Margrét „Það kemur með tímanum þegar við verðum búnar að spila okkur meira saman. Ég held að við séum nú þegar byrjaðar að spila mjög vel saman og er því mjög spennt að sjá hvernig okkur tekst að bæta þessa hluti.“ Það eru mörg mjög góð lið í deildinni sem ég ber virðingu fyrir en ef við getum einbeitt okkur að því að vaxa sem lið þá held ég að okkur eigi eftir að ganga vel í sumar.“ Það var mikið rætt um jafnrétti fyrir leikinn í kvöld. Leikmenn léku með fjólublá armbönd í dag til að sýna samstöðu í jafnréttisbaráttu kvenna í knattspyrnu. „Ég er aktívisti í þessum málum. Sem Kanadabúi þá hefur þetta verið smá niðurdrepandi. Ég fékk mínar fyrstu sekúndur í íslensku sjónvarpi þegar ég lék í auglýsingunni fyrir Bestu deildina og þegar ég sé hana svo þá er nánast öll athyglin á strákunum. Það sama má segja um Fantasy-deildina.“ „Ég trúi því staðfastlega að þegar fólk vill fara í þetta rifrildi að íþróttir kvenna hafi ekki eins mikið aðdráttarafl í peninga eða áhorf að það sé vegna þess að tækifærin hafa ekki verið jöfn. Ef við horfum á það sem er að gerast úti í heimi þá sjáum við að vellirnir eru að fyllast og sjónvarpsáhorfið er að aukast. Ég held að það sé mikilvægt fyrir land eins og Ísland, sem ég tel að trúi á jafnrétti, að það sé sýnt í verki.“ Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur – Stjarnan 0-0 | Garðbæingar sigruðu Meistarakeppni KSÍ eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan hafði betur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Stjarnan betur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. apríl 2023 21:35 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Sjá meira
Leikurinn endaði 0-0 og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni þar sem Erin varði síðustu spyrnu leiksins frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur. En hvernig metur Erin stöðuna á liðinu nú þegar aðeins átta dagar eru í að Besta deild kvenna hefjist? „Við erum enn í undirbúningstímabils gírnum þannig við erum að gera mistök og læra. Á sama tíma erum við að vaxa sem er spennandi og að sigra er það auðvitað líka. Við þurfum enn að vaxa meira sem lið og vera stabílli. Það eru enn nokkrir hlutir sem við þurfum að vinna að fyrir sumarið eins og að spila úr vörninni og geta aðlagast taktískt betur.“ Erin flýgur um háloftin.Vísir/Hulda Margrét „Það kemur með tímanum þegar við verðum búnar að spila okkur meira saman. Ég held að við séum nú þegar byrjaðar að spila mjög vel saman og er því mjög spennt að sjá hvernig okkur tekst að bæta þessa hluti.“ Það eru mörg mjög góð lið í deildinni sem ég ber virðingu fyrir en ef við getum einbeitt okkur að því að vaxa sem lið þá held ég að okkur eigi eftir að ganga vel í sumar.“ Það var mikið rætt um jafnrétti fyrir leikinn í kvöld. Leikmenn léku með fjólublá armbönd í dag til að sýna samstöðu í jafnréttisbaráttu kvenna í knattspyrnu. „Ég er aktívisti í þessum málum. Sem Kanadabúi þá hefur þetta verið smá niðurdrepandi. Ég fékk mínar fyrstu sekúndur í íslensku sjónvarpi þegar ég lék í auglýsingunni fyrir Bestu deildina og þegar ég sé hana svo þá er nánast öll athyglin á strákunum. Það sama má segja um Fantasy-deildina.“ „Ég trúi því staðfastlega að þegar fólk vill fara í þetta rifrildi að íþróttir kvenna hafi ekki eins mikið aðdráttarafl í peninga eða áhorf að það sé vegna þess að tækifærin hafa ekki verið jöfn. Ef við horfum á það sem er að gerast úti í heimi þá sjáum við að vellirnir eru að fyllast og sjónvarpsáhorfið er að aukast. Ég held að það sé mikilvægt fyrir land eins og Ísland, sem ég tel að trúi á jafnrétti, að það sé sýnt í verki.“
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur – Stjarnan 0-0 | Garðbæingar sigruðu Meistarakeppni KSÍ eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan hafði betur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Stjarnan betur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. apríl 2023 21:35 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Sjá meira
Leik lokið: Valur – Stjarnan 0-0 | Garðbæingar sigruðu Meistarakeppni KSÍ eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan hafði betur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Stjarnan betur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. apríl 2023 21:35
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn