„Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. apríl 2023 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir fimm marka tap á móti Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppninnar í kvöld. Vísir/Diego Jafnt var í fyrri hálfleik 10-10 en KA/Þór misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik og endaði leikurinn 24-19. „Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“ Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira