„Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. apríl 2023 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir fimm marka tap á móti Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppninnar í kvöld. Vísir/Diego Jafnt var í fyrri hálfleik 10-10 en KA/Þór misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik og endaði leikurinn 24-19. „Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“ Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira