„Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:41 Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours. Gömul kræklingaræktunarlína fór í skrúfuna á Rib-bátnum Dögun á fimmtudaginn er honum var siglt í hvalaskoðun í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Arctic Sea Tours. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta í annað sinn sem þetta gerist og fjölmargir sjómenn hafi fengið kræklingalínur úr rækt sem varð gjaldþrota í skrúfuna og nauðsynlegt sé að hreinsa línurnar. Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“ Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“
Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira