„Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:41 Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours. Gömul kræklingaræktunarlína fór í skrúfuna á Rib-bátnum Dögun á fimmtudaginn er honum var siglt í hvalaskoðun í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Arctic Sea Tours. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta í annað sinn sem þetta gerist og fjölmargir sjómenn hafi fengið kræklingalínur úr rækt sem varð gjaldþrota í skrúfuna og nauðsynlegt sé að hreinsa línurnar. Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“ Sjávarútvegur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“
Sjávarútvegur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira