Sekta ekki strax fyrir notkun nagladekkja Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 14:26 Síðasti dagurinn til að aka um á nagladekkjum fyrir sumarið er í dag samkvæmt reglugerð. Lögreglan hyggst þó ekki byrja að sekta fyrir notkun þeirra fyrr en í næsta mánuði. Vísir/Vilhelm Í dag er síðasti dagurinn sem aka má um á nagladekkjum samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Lögreglan mun þó ekki byrja að sekta þau sem aka um á nagladekkjum á morgun, það verður ekki gert fyrr en í næsta mánuði. „Tími nagladekkja er liðinn.... þetta vorið,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Þrátt fyrir að miðað sé við að 15. apríl sé síðasti dagurinn sem bifreiðar mega aka um á nagladekkjum þá er lögreglan ekki að stressa sig um of á reglugerðinni. Lögreglan segir þó að það sé kjörið að koma sumardekkjunum undir bílinn „á næstu vikum.“ Þá bendir lögreglan á að stundum séu aðstæður þannig að fólk þurfi og vilji vera með nagladekkin lengur. Venjulega krefjist akstur á höfuðborgarsvæðinu þess þó ekki. „Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.“ Vorboðinn ljúfi Fólk velti því fyrir sér í athugasemdakerfinu við færsluna hvort lögreglan ætlaði sér að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja á morgun. „Nei.... ekki á morgun....“ svaraði lögreglan þeirri spurningu. Í kjölfarið var færslan svo uppfærð og tekið fram að ekki yrði sektað strax. „Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert!“ Miklar umræður mynduðust þá í athugasemdakerfinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um hvers vegna lögreglan ætti eða ætti ekki að sekta strax á morgun. Í einni athugasemd var umræðan svo kjörnuð ágætlega: „Ahhhh þessi umræða. Vorboðin ljúfi þegar nagladekkjaumræðan fer af stað.“ Nagladekk Lögreglumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Tími nagladekkja er liðinn.... þetta vorið,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Þrátt fyrir að miðað sé við að 15. apríl sé síðasti dagurinn sem bifreiðar mega aka um á nagladekkjum þá er lögreglan ekki að stressa sig um of á reglugerðinni. Lögreglan segir þó að það sé kjörið að koma sumardekkjunum undir bílinn „á næstu vikum.“ Þá bendir lögreglan á að stundum séu aðstæður þannig að fólk þurfi og vilji vera með nagladekkin lengur. Venjulega krefjist akstur á höfuðborgarsvæðinu þess þó ekki. „Lögreglan mun skoða nagladekkin hjá ökumönnum í næsta mánuði og vonandi verða þá allir komnir á sumardekkin.“ Vorboðinn ljúfi Fólk velti því fyrir sér í athugasemdakerfinu við færsluna hvort lögreglan ætlaði sér að byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja á morgun. „Nei.... ekki á morgun....“ svaraði lögreglan þeirri spurningu. Í kjölfarið var færslan svo uppfærð og tekið fram að ekki yrði sektað strax. „Við munum ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en í næsta mánuði eins og við gerum ár hvert. Við munum tilkynna það hér þegar munum byrja að á því að beita sektum eins og við höfum ætíð gert!“ Miklar umræður mynduðust þá í athugasemdakerfinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um hvers vegna lögreglan ætti eða ætti ekki að sekta strax á morgun. Í einni athugasemd var umræðan svo kjörnuð ágætlega: „Ahhhh þessi umræða. Vorboðin ljúfi þegar nagladekkjaumræðan fer af stað.“
Nagladekk Lögreglumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira