„Þetta er bara vitleysa finnst mér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 10:47 Fiskikóngurinn svarar gagnrýninni sem starfsauglýsing hans fékk. Vísir/Vilhelm Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, auglýsti starf í gær þar sem óskað var eftir því að fá karlkyns manneskju í starfið. Auglýsingin uppskar töluverða gagnrýni sem Kristján furðar sig á en hann útskýrir hvers vegna hann auglýsti starfið með þessum hætti. „Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“ Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
„Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“
Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira