„Af hverju að ræða um einhvern sem við getum ekki fengið?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 23:01 Klopp segir tiltgangslaust að ræða Jude Bellingham. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að Liverpool verði að vera raunsætt þegar rætt er um hvað félagið getur gert á félagaskiptamarkaðnum. Í vikunni varð ljóst að liðið er úr leik í baráttunni um ungstirnið Jude Bellingham. Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Jude Bellingham til Liverpool frá Dortmund lauk í vikunni þegar ljóst varð að enska stórliðið hefði dregið sig úr kapphlaupinu um ungstirnið. Liverpool hefur lengi verið á höttunum eftir Bellingham en játaði sig sigraða í vikunni enda verðmiðinn gríðarlega hár. Klopp hefur gefið út að Liverpool muni láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar en augljóst hefur veirð á yfirstandandi tímabili að liðið þarf að byggja upp að nýju og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Búist er við að Liverpool bæti að minnsta kosti tveimur nýjum miðjumönnum í hópinn í sumar. Á blaðamannafundi Liverpool í dag sagði Klopp tilgangslaust að ræða um Bellingham. „Það er í raun ekkert að segja ef ég á að vera hreinskilinn. Ef við tölum ekki um leikmenn sem við semjum við eða ekki, af hverju ættum við að tala um svona sögusagnir eða fréttir? Það er í raun ekkert að segja,“ sagði Klopp. „Þetta svar mitt er ekki um Jude Bellingham. Af hverju erum við sífellt að tala um einhvern sem við getum ekki fengið? Við getum ekki keypt sex leikmenn á hundrað milljónir punda hvern til dæmis, allir sjá það.“ Klopp sagði nauðsynlegt að skoða hlutina af raunsæi. „Þú verður að átta þig á hvað þú getur og vinna með það. Hve mikla peninga við höfum og vinna með það. Við erum ekki börn. Spurðu fimm ára gamalt barn hvað það langar í í jólagjöf og það segir Ferrari. Þú myndir ekki segja að það væri góð hugmynd, hann er of dýr og barnið getur ekki keyrt hann.“ „Það er búið að afgreiða þetta mál mjög vel“ Þá var Klopp einnig spurður út í atvikið í leiknum gegn Arsenal þar sem aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis virtist gefa Andy Robertson leikmanni Liverpool olnbogaskot. Enska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Hatzidakis ekki sem hélt því fram að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er búið að afgreiða þetta mál og það var gert mjög vel. Ég tók ekki eftir þessu í leiknum heldur eftir hann. Ég ræddi við Robbo og alla hina, ekki við aðstoðardómarann.“ "I think it is now dealt with really well"Jurgen Klopp gives his thoughts on the incident between Andrew Robertson and Constantine Hatzidakis pic.twitter.com/hjRdwPgw3P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2023 Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira
Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Jude Bellingham til Liverpool frá Dortmund lauk í vikunni þegar ljóst varð að enska stórliðið hefði dregið sig úr kapphlaupinu um ungstirnið. Liverpool hefur lengi verið á höttunum eftir Bellingham en játaði sig sigraða í vikunni enda verðmiðinn gríðarlega hár. Klopp hefur gefið út að Liverpool muni láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar en augljóst hefur veirð á yfirstandandi tímabili að liðið þarf að byggja upp að nýju og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Búist er við að Liverpool bæti að minnsta kosti tveimur nýjum miðjumönnum í hópinn í sumar. Á blaðamannafundi Liverpool í dag sagði Klopp tilgangslaust að ræða um Bellingham. „Það er í raun ekkert að segja ef ég á að vera hreinskilinn. Ef við tölum ekki um leikmenn sem við semjum við eða ekki, af hverju ættum við að tala um svona sögusagnir eða fréttir? Það er í raun ekkert að segja,“ sagði Klopp. „Þetta svar mitt er ekki um Jude Bellingham. Af hverju erum við sífellt að tala um einhvern sem við getum ekki fengið? Við getum ekki keypt sex leikmenn á hundrað milljónir punda hvern til dæmis, allir sjá það.“ Klopp sagði nauðsynlegt að skoða hlutina af raunsæi. „Þú verður að átta þig á hvað þú getur og vinna með það. Hve mikla peninga við höfum og vinna með það. Við erum ekki börn. Spurðu fimm ára gamalt barn hvað það langar í í jólagjöf og það segir Ferrari. Þú myndir ekki segja að það væri góð hugmynd, hann er of dýr og barnið getur ekki keyrt hann.“ „Það er búið að afgreiða þetta mál mjög vel“ Þá var Klopp einnig spurður út í atvikið í leiknum gegn Arsenal þar sem aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis virtist gefa Andy Robertson leikmanni Liverpool olnbogaskot. Enska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Hatzidakis ekki sem hélt því fram að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er búið að afgreiða þetta mál og það var gert mjög vel. Ég tók ekki eftir þessu í leiknum heldur eftir hann. Ég ræddi við Robbo og alla hina, ekki við aðstoðardómarann.“ "I think it is now dealt with really well"Jurgen Klopp gives his thoughts on the incident between Andrew Robertson and Constantine Hatzidakis pic.twitter.com/hjRdwPgw3P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2023
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Sjá meira